20.1.2011 | 15:15
Baráttan um fiskinn er hafin
Bæjarráð leggur til að haldinn verði hið fyrsta almennur opinn fundur á Akureyri um fyrirhugaðar breytingar á gildandi lögum um stjórn fiskveiða. Fundurinn verði haldinn til að upplýsa almenning um málið og til að gefa fólki tækifæri til að leggja fram fyrirspurnir.
Einhvern veginn fannst mér það lýsandi fyrir þessa færslu að birta mynd af gömlu Guggunni sem strandaði i Meðallandsfjöru 2004. Samherji hafði sem kunnugt er keypt Guðbjörgina frá Ísafirði og flutt kvótann burt, þrátt fyrir loforð um annað. Þessi gjörningur markaði upphafið að því sem seinna varð alvanalegt. Kvóti var seldur frá sjávarþorpum og byggðarlög urðu fyrir miklum skakkaföllum. Vikapiltur Samherja frændanna, Kristján Júlíusarson núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins var þá bæjarstjóri á Ísafirði og má renna líkum að því að hann hafi gegnt svipuðu hlutverki við þau viðskipti eins og annar vikapiltur Samherja frændanna, Friðrik Jóhannsson gegnir nú við samningaviðræður við Tríton um kaup á hlut Framtaks sjóðsins í Icelandic Group. Samherji á þar mikla hagsmuni undir, því Icelandic Group sér um að fullvinna afla af frystiskipum Samherja fyrir Bandaríkjamarkað og í Frakklandi fyrir ESB markaðinn.Einkennandi er fyrir Þorsteinn Baldvinsson sem var í brúnni hjá Glitni þegar sá banki var rændur innanfrá af Jóni Ásgeir að hann berst ekki á og er ekki áberandi í umræðunni. Mér dettur alltaf í hug líkingin við hin þófamjúku rándýr sem læðast, og er sótt í ritgerð um siðblindu, þegar Þorsteinn Baldvinsson berst í tal. Samt er ég viss um að hann er langt í frá að vera siðblindur. Það er bara þessi skuggastjórnun sem er hans stíll. Hann á fullt af leppum til að ganga í skítverkin fyrir sig og því er það greinilegt að orrustan um fiskinn er hafin þegar Þorsteinn sjálfur gengur erinda Samherja í þrýstingi á pólitíkusa
Flokkur: Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 15:29 | Facebook
Athugasemdir
Jóhannes, það er mín sannfæring að loðnuflotinn drepi mikið magn af smáýsu, ef loðnan gengur
mjög grunnt með suðurströndini eins og var þarna, hef séð þetta!
Aðalsteinn Agnarsson, 20.1.2011 kl. 18:20
Ef það er eitthvað eftir af smáýsu þarna Aðalsteinn. Litlu togbátarnir frá Vestmannaeyjum og Hornafirði eru að skarka þarna alveg uppi í fjöru allt árið. Þau ár sem ég var á loðnu þá var ekki mikið um fisk eða seiði með í aflanum þarna. Hins vegar þegar komið var í flóann þá fékkst oft boltaþorslur í nótina
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.1.2011 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.