Einkavæðing til huldumanna

vestia.jpgMikil tortryggni ríkir nú í þjóðfélaginu varðandi allt er lítur að endurreisn fyrirtækja og sölu frá bönkunum. Þetta var fyrirséð og við þessu var varað. Það var meira að segja fenginn sænskur ráðgjafi til að tryggja betur að réttar verklagsreglur yrðu settar. En hvað gerði hin sjálfumglaða ríkisstjórn? Jú hún gerði allt þveröfugt við ráðleggingar Mats Josefsson. Mats Josefsson ráðlagði strax fjármálaráðherranum, Steingrími J, að gefa út leiðbeiningar um það hvernig bankarnir ættu að haga sér, breyta útlánastefnu þeirra, áhættustýringu og þess háttar. Mats Josefsson ráðlagði líka stjórnvöldum að stofna eignaumsýslufélag, sem ætti að ráðleggja bönkunum varðandi fjárhagslega endurreisn atvinnulífsins og í þriðja lagi ráðlagði Mats, Steingrími að stofna Eignarhaldsfélag til að halda utan um hlut ríkisins í yfirteknum fyrirtækjum.  Nú 2 árum eftir hrun hefur komið í ljós að lítið mark var tekið á ráðgjafanum og það sem var gert var ekki gert með þeim formerkjum sem ráðgjafinn sagði. Þar vekur mestu athyglina eignarhaldsfélagið sem átti samkvæmt tillögum Mats að vera hið eiginlega umsjónarfélag. Þess í stað er bankanum leyft að fara sínu fram með stofnun Vestiu, eigin eignarhaldsfélags sem ríkið , eigandinn, hafði ekkert með að segja og það eina sem Steingrímur gerði, var að setja á laggirnar afgreiðslustofnun sem fékk nafnið Bankasýslan og hefur aðeins eitt hlutverk og það er að samþykkja það sem gert er innan bankanna, svona svipað og varð hlutverk FME fyrir hrun! Enda forstöðumaðurinn fyrrum starfsmaður hins hrunda bankakerfis og býr ekki yfir neinni þekkingu á fjármálamarkaði.

Vestia var hið eiginlega eignarhaldsfélag  og því var komið í hendur vinanna í lífeyrissjóðunum til þess að ríkið væri ekki að skipta sér af. Og núna er verið að einkavinavæða upp á nýtt. Icelandic Group á að selja Samherjafrændunum í gegnum huldusjóðinn Tríton og fjarskiptafyrirtækin munu lenda í höndum velþóknanlegra. Fyrsta verk lífeyrissjóðamafíunnar var náttúrulega að tryggja rétt eignarhald á Icelandair. Þetta er hinn dapurlegi raunveruleiki sem við okkur blasir og allt í boði Steingríms J. Aldrei gleyma því. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband