Meira um ríkisstyrkinn til Sjóvár

sjova.jpgÉg er enn ekki sáttur við svör Steingríms varðandi björgun á Sjóvá og skil ekki í fjölmiðlum og þingmönnum að láta ekki til sín taka meira en verið hefur. Því það má segja að þetta geti verið prófmál varðandi slæma stjórnsýslu og geðþótta ákvarðanir ráðherra, svonefnt ráðherraræði.

Í fyrsta lagi þá segir Steingrímur að ef Sjóvá hefði farið í þrot þá hefði tapið verið gríðarlegt! Og allir kinka kolli og gera engar athugasemdir! hvernig er það, eru ekki tryggingarfélög með endurtryggingar? Hefðu þær ekki borgað bótakröfurnar að miklu leyti?  Ég heimta svör við þessum spurningum.  Í öðru lagi þá hefur það tíðkast að Tryggingastofnun hefur yfirtekið bótaábyrgð tryggingafélaganna að stórum hluta. Það breytist ekki! Í þriðja lagi þá hafa glæpamennirnir sem gömbluðu með bótasjóðinn ekki enn svarað til saka. Tveir þeirra sitja meira að segja á Alþingi! Askar Capital eru víst aðilar að þessu máli hvað sem menn þræta. Byrjað var að braska með bótasjóðinn strax 2006-2007.  Hverja er verið að vernda í þessu máli? Ef Sjóvá hefði verið sett í þrot þá hefði farið fram opinber rannsókn og menn verið dregnir til ábyrgðar.  Af hverju má það ekki Steingrímur J? Af hverju er Karli Wernerssyni ennþá leyft að eiga og reka fyrirtæki hér á íslandi og okra á sjúkum og öldruðum?
Og hvaða leikaraskapur er þetta núna með söluna á Sjóvá? Er það samkvæmt eigendastefnu ríkisins að selja eigur ríkisins til huldumanna í gegnum banka sem enginn veit hver á? Hvers lags monkey business er þetta og hver hirðir sölu og umboðslaunin? Er það kannski einhver flokksgæðingur? Varla renna þau til Más Seðlabankastjóra sem kaupauki?

Hið rétta er að gjaldþrot Sjóvár hefði engu breytt fyrir ríkissjóð. Tryggingarþegar hefðu fengið skaðann bættan og lífið hefði gengið sinn vana gang. En núna vegna afskipta Steingríms sitjum við uppi með verra þjóðfélag, meiri launung, meiri spillingu og miklu meiri skuldir eftir úrskurð ESA. Þá mun þjóðin sjá hið rétta andlit spillingarinnar og það andlit er ekki bara á Sjálfstæðisflokki og framsókn, nei fjórflokkurinn er samsekur í hruni Íslands. VG eru þar engir eftirbátar. Því landið er enn að hrynja. Steingrímur er ekki að moka flórinn eftir aðra. Hann er að moka gulli í gæðinga úr hirslum ríkisins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband