21.1.2011 | 21:25
Rímar ekki
Ríkissjóður keypti í dag hús undir hluta starfsemi Veðurstofunnar. Við það komust í uppnám tveggja milljarða króna áætlanir um starfsemi gagnavers sem vildi húsnæðið undir starfsemi sína.
Fyrirtækið Datacell vildi starfrækja þar gagnaver. Húsnæðið þótti hentugt og hægt að hefja starfsemi með litlum fyrirvara. Talað var um fjárfestingu upp á tvo milljarða króna og starfsemi sem tryggja myndi tugum manna atvinnu. Samningur um að Datacell leigði húsið og hefði síðan forkaupsrétt á því var nánast tilbúinn í byrjun mánaðarins. Þá barst tilboð frá fjármálaráðuneytinu. Það vildi kaupa húsið fyrir starfsemi Veðurstofu Íslands. Gengið var frá þeim samningi í dag - Datacell situr eftir með sárt ennið og fyrirtætlanir um uppbyggingu hér á landi eru í uppnámi.
- Er þetta rétti tíminn til að standa í fasteignakaupum til að þenja út ofvaxið ríkisbákn Steingrímur?
- Hvaða hætta stafar af fyrirtæki eins og Data Cell?
- Og síðast en ekki síst, var einhver heimild í fjárlögum fyrir þessum kaupum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er hræddur um að ríkið vilji bara enga atvinnuuppbyggingu hér á landi. Flestum stærri verkefnum er ýtt útaf borðinu eða það er komið í veg fyrir að þau komist á flug með öðrum hætti.
Jóhannes H. Laxdal, 24.1.2011 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.