22.1.2011 | 10:09
Tvöfalt heilbrigðiskerfi Samfylkingar
Einkenni tvöfaldra kerfa eru þau að þeir sem eru efnameiri geta keypt sér betri læknisþjónustu. Hér er lykilorðið betri. Sá vísir að einkareknum sjúkrastofnunum sem nú er í undirbúningi eða vel á veg komin mun bjóða upp á dýra þjónustu fyrir efnaða útlendinga og þar af leiðandi munu þessar stofur væntanlega geta boðið margfalt hærri laun og sogað þannig til sín hæfasta heilbrigðis starfsfólkið. Eins og ástandið er núna þá er atgerfisflótti hjá íslenskri læknastétt og líkur á að þjónustan versni enn með auknum niðurskurði. Þess vegna ber að styðja við einkarekna heilbrigðisþjónustu fyrir alla, ekki bara ríka útlendinga. Okkar markmið á að vera að auka efnahagslega velferð þannig að öllum gefist kostur á að kaupa sér bestu þjónustu ef þeir svo kjósa. Það er ekki þar með sagt að allir geri það. En valið á að vera fyrir hendi. Þetta val á að vera sambærilegt við að liggja á einkastofu og hafa einkalækni eða liggja á almennri stofu eða ganginum á Landsspítalanum. Vegna þess að hið almenna heilbrigðiskerfi eins og það hefur verið rekið er alltof dýrt og það hefur verið reynt að veita alltof góða þjónustu. nefni sem dæmi hjartateymi bráðamóttökunnar. Annað dæmi er þegar sjúklingar eru lagðir inn þá komast menn á frítt fæði sjálfkrafa. Eðlilegt er að menn greiði fyrir eigið uppihald. Sá kostnaður er fastur fyrir alla. Og síðast en ekki síst þá hefur þetta öfluga og góða kerfi sem hér hefur verið rekið af ríkinu alið af sér sjúkdómsvæðingu og háværan kröfuhóp sem er að drepast úr frekju. Læknar fá líka greitt á hvern haus svo þeir ýta undir sjúkdómsvæðinguna frekar en hitt. Einkarekið kerfi er skilvirkara, ekki spurning. Ég hef persónulega notið frábærrar þjónustu og það oftar en einu sinni og ég kann að meta það sem vel er gert en ég geri mér líka grein fyrir að það er ekkert sjálfsagt að öllum standi allt til boða á broti af kostnaði. Til dæmis finnst mér þátttaka heilbrigðiskerfisins í meðferðarprógrammi SÁÁ löngu komin út í öfga. Vogur er sjúklingadrifin stofnun , þar borgar ríkið hverja innlögn óháð því hvort sjúklingur er að koma í fyrsta eða tíunda sinn.Eina sem Þórarinn þarf að gera er að sjá um að alltaf séu öll rými full og það er því miður ekki erfitt. En það er líka verið að misnota kerfið fullyrði ég.
Ég er semsagt meðmæltur einkareknum læknastofum fyrir alla. það er ekki mismunun
Hins vegar hef ég áhyggjur af vaxandi mismunun sem felst í því viðhorfi að ríkt fólk eigi rétt á betri þjónustu vegna þess að það er ríkt. Það er það sem verið er að vinna að sýnist mér með hjálp samfylkingar þingmannsins Magnúsar Orra. Að fá þingmann til að vera talsmann hagsmuna aðila hverju nafni sem nefnist hefur bara einn tilgang og það er að tryggja hagsmuni og vinna að hagsmunagæslu. Þetta á skilyrðislaust að banna. Til hvers voru mönnum settar siðareglur?
Sérhver Þingmaður á að vinna að almannahagsmunum en ekki sérhagsmunum. Af hverju er þetta enn að þvælast fyrir Alþingismönnum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:37 | Facebook
Athugasemdir
Við verðum að fara í svona einkarekna lækningatengda ferðaþjónustu einmitt vegna þeirra raka sem þú nefnir. Það er atgerfisflótti og það er miklu betra að hann sé til einkaaðila innanlands en til útlanda. Vandamálið er að þó að við séum vel samkeppnishæf öðrum þjóðum hvað verð á heilbrigðisþjónustu varðar þá höfum við misst samkeppnisstöðu okkar í að halda mannauðinum. Ég persónulega hef miklu meiri áhyggjur af skattastefnunni sem leiðir til þess að læknar lenda í hátekjuskatti og fórnarkostnaður þeirra við að starfa á Íslandi er þannig orðinn mikill á sama tíma og biðlað er til þeirra með góð laun og jafnvel skattfrelsi í 2 ár erlendis frá. Samfylkingin gerir rétt í þessari heimild til einkarekstrar og Íslendingar munu nota sér þessa þjónustu. Ríkissjóður þarf að geta dregið saman kaup sín eða aukið án þess að starfsfólk hafi á engan að róa nema útflutning. Ef fer fram sem horfir mun annars þurfa að flytja sjúklinga út til brottfluttra lækna. Samfylkingin er aftur á móti að gera hræðilegt glappaskot með þrepaskiptum skatti sem auk þess er almennt alltof hár. Launakröfur eru hærri hjá fólki sem er eftirsóttara. Þrepaskiptur skattur aftengir þetta með því að reyna að leiðrétta og jafna laun allra sem mest. Fallega hugsað en heimurinn virkar ekki svona og þetta er galið með tilliti til hagvaxtar og samkeppnishæfni í mannauði. Skattur á að fara eftir því hvernig heimurinn hagar sér en ekki eftir óskalandi Narníu.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 22.1.2011 kl. 10:51
Takk fyrir þetta Adda, þú ferð mjög vel í gegnum rökstuðninginn sem mælir með einkareknu hliðarkerfi en ég deili á Samfylkinguna fyrir að koma bakdyramegin að þessum ákvörðunum í gegnum hagsmunagæslu Magnúsar Orra. Þessi breyting þarf að verða fyrir opnum tjöldum og með samþykki almennings í gegnum upplýsta umræðu. Það er affarasælast
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.1.2011 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.