22.1.2011 | 12:25
Var Birgitta hleruð?
Fyrstu vangaveltur mínar varðandi njósnatölvuna voru , þetta er ekkifrétt til að dreifa athygli frá réttarhöldunum gegn níumenningunum. Ég er ennþá þeirrar skoðunar. En eftir stendur samt hver tilgangurinn var, með því að koma þessari tölvu fyrir þarna og hver gerði það. Eru ekki öryggismyndavélar og öryggisgæsla í kringum húsakynni Alþingis? Hvað ef þetta hefði verið sprengja en ekki tölva?
Hvað sem líður ráðleggingum lögreglu þá voru viðbrögð forseta Alþingis röng.
Það átti að upplýsa þingmenn um þessa tilraun til njósna og gefa mönnum tækifæri til að endurskoða persónulegt tölvuöryggi. Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að þessi tölva hafi verið sett þarna með vitund forseta Alþingis og tilgangurinn hafi verið að fylgjast með samskiptum Birgittu Jónsdóttur. Birgitta fellur ekki í kramið hjá elítunni á þingi og hún er kunnur aktivisti sem á í samskiptum við erlenda aktivista. Hún er ONE OF A KIND. Kæmi mér ekki á óvart að ríkislögreglustjóri gæti upplýst málið ef eftir yrði leitað
Viðbrögð þingmanna vekja líka vonbrigði, þeir átta sig ekki á því að forseta þingsins Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, varð alvarlega á í messunni. Og hana ber að víta
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.