22.1.2011 | 23:11
Endurvekjum Auðlindina á Rás 1
Ein besta tenging landsmanna við það sem var að gerast í sjávarþorpunum og útgerðarstöðunum fékkst í gegnum fréttaþáttinn Auðlindina sem útvarpað var í lok hádegisfrétta áður en hlutabréfa-geðveikin heltók fréttastofuna. Þá urðu aflafréttir ekki lengur spennandi. Nú er öldin önnur. Allir eru uppfullir af áhuga á auðlindinni sinni og því ber að endurvekja þetta fréttamagasín og gera Steina Briem að ritstjóra. Þjónusta ríkisútvarpsins við landsbyggðina er enn í skötulíki, þrátt fyrir Landann sem er frekar í ætt við spaug en fréttir. Alla vega er þar ítrekað vakin athygli á því afkáralega frekar en því venjulega. Ég er landsbyggðarmaður af lífi og sál og ég sakna þess að fá ekki fréttir af aflabrögðum og sjósókn beint frá hafnarvigtinni eða gegnum viðtöl við sjómennina sjálfa. það væri líka hollt fyrir latté lepjandi lista og menntafólk í 101 , að vita hvernig lífið gengur fyrir sig hjá þeim sem halda þessu þjóðfélagi á floti
Menningargeirinn aflar ekki raunverulegra tekna, hann er að velta peningum sem verða til í gegnum gjaldeyris og aðra framleiðslusköpun. Að halda því fram að peningar sem koma frá ríkinu efli hagvöxt er einhver meinloka sem þarf að leiðrétta.
Flokkur: Sjávarútvegsmál | Facebook
Athugasemdir
Ruv er útvarp allra landsmanna og á að flytja miklar fréttir af landsbyggðinni. Fréttir af sjávarbyggðum óg úr sveitum skortir tilfinnanlega. Ruv hefur skorið niður þjónustu á þessu sviði. Héraðsfréttablöðin gegna mikilvægu hlutverki og einnig bæjarblöð. Þessi blöð eru flest hver á netinu. En það breytir því ekki að Ruv á að sinna öllum landsmönnum.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 11:13
Takk fyrir innlitið Hrafn, RÚV hefur tekið að sér ESB áróðurinn svo það rímar kannski ekki að flytja jákvæðar fréttir af landsbyggðinni. Og það er rétt að héraðsnetmiðlarnir eru allir að standa sig miklu betur en stóru miðlarnir. Stundum les ég fréttir þar sem aldrei rata í stóru miðlana eins og til dæmis var í Víkurfréttum samantekt um áhrif kvótakerfisins á Suðurnes og þann samandrátt úr 50.000 tonnum í 5.000 og erindi Árna Sigfússonar til ríkisstjórnarinnar að auka kvótann
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.1.2011 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.