22.1.2011 | 15:31
Smáfuglarnir og ég
Nei, ég er ekki að tala um þessa nafnlausu
Ég er að tala um tilraunir mínar til að gefa smáfuglunum að borða. Sama hvað ég set út, fuglafóður eða flot, þeir líta ekki við því. Kannski er ég að bera mig rangt að og þá þætti mér vænt um ef einhver sem les þetta getur gaukað að mér góðum ráðum. Eitt sem mér dettur í hug er hvort rangt sé að setja út mat á disk eins og ég hef gert. Kannski er betra að setja matinn beint á jörðina?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég fóðra smáfuglana í garðinum og hræri saman rúgmjöl og matarolíu. Úr því verður grautur sem þeir eru gráðugir í. Stundum stappa ég saman við afgangs fisk eða kartöflur. Svo sker ég epli. Dreifi þessu beint á jörðina og þeir háma allt í sig.
Skuli Palsson (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 19:04
Takk kærlega fyrir þetta Skúli. Ég ætla að prófa
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.1.2011 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.