Útbólginn landlæknir

geir_gunnlaugs.jpgFáar stofnanir í ríkisapparatinu hafa tútnað jafn mikið út undanfarin ár og landlæknisembættið. Á þessum fjárlögum fær embættið 324 milljónir   en á árinu 2000 voru útgjöldin 161.416 á föstu verðlagi samkvæmt ríkisreikningi.  Semsagt þetta embætti hefur vaxið um 100% á 10 árum og ef það væri fjármálafyrirtæki þætti það góð frammistaða en þetta er ríkisstofnun og þess vegna er vöxturinn ekki jafn gleðilegur.  Helst má líkja þessum ríkisstofnunum við tilbera sem sjúga og sjúga endalaust þar til þær standa á blístri. Og svo vogar landlæknir sér að afneita ábyrgð embættisins á eftirliti með öryggi á hjúkrunarstofnunum. Hans er ábyrgðin og það er hans að framfylgja fullnægjandi eftirliti . punktur basta. Útjaskaðir hjúkrunarfræðingar eiga ekki að þurfa að standa í klögumálum við þessar aðstæður. En kannski er öllum sama. Gamla fólkið er bara baggi á þjóðfélaginu og því er það bara gott að því fækki.  Og það sem landlæknir og ráðherra vita ekki af, það spillir ekki svefni hjá þeim. Og þeir skilgreina vitneskju sem formlega athugasemd. Ef athugasemdin er ekki formleg þá hefur ekki verið vakin athygli á málinu þótt viðkomandi hafi verið spurðir útúr í sjónvarpsviðtölum. Svona er norræna velferðarþjóðfélagið 2011










« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband