Afneitun Ólínu

passamynd09_806368.jpg3 þingkonur voru í spjalli hjá Sigurjóni á Sprengisandi í morgun.  Eygló Harðar, Unnur Brá og Ólína Þorvarðardóttir. Þær voru meðal annars spurðar um vantraustið á flokkana og vinnubrögðin á þingi og hið margumtalaða foringjaræði. Ólína fór þar með undarlega þulu. Hún gerði lítið úr vantraustinu á flokkana , taldi það storm í vatnsglasi sem gengi yfir, ástandið á Alþingi var um að kenna alltof mikilli nýliðun á þingi, þegar 27 nýir þingmenn komu inn og varðandi foringjaræðið þá sagði Ólína fullum fetum að í Samfylkingunni væri ekkert foringjaræði. Í Samfylkingunni ræddu menn málin og tækjust á!  Hvenær var það Ólína?  Og þegar henni var bent á að þingmenn fylgdu flokkslínu í öllum málum eins og hefðu verið tilbúnir að samþykkja icesave 1 án umræðu þá kom á hana og hún áttaði sig á að hún hafði slæman málstað að verja. Enda verða stjórnmálin ekki löguð innanfrá með fólki eins og Ólínu Þorvarðardóttur. Hins vegar sýndi Eygló Harðar enn og aftur hversu yfirburða þingmaður hún er. Róleg, yfirveguð, sanngjörn og ein af fáum sem hefur kynnt sér í þaula rannsóknarskýrsluna og gert sér grein fyrir afleiðingunum og hverju þarf að breyta. Aðrir þingmenn virðast hafa gleymt öllu ef þeir á annað borð vissu það einhvern tíma. Það er orðið tímabært að þingmenn dusti rykið af tillögum Atlanefndarinnar OG GERI BREYTINGAR.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ólína er illa haldin af málefna og ekki síst hugsjóna þurrð.  Samfylkingin hefur algerlega pakkað saman öllum sínum hugsjónum og berst nú blygðunnarlausri baráttur fyrir fjármála- og glæpaöflin í landinu.  Smafylkingunni finnst NÚ allt í lagi að bjarga einkafyrirtækjum eins og engin sé morgundagurinn.  Þ.e.a.s. fyrirtækjum þar sem þarf að bjarga fyrri eigendum eins og Sjóvá og Sparisjóði Keflavíkur, bara til að nefna tvennt.

Í silfrinu í dag kom fram að þessi ríkisstjórn, nb., "vinstri" hefur gefið einkaaðilum um 500 milljarða - segi og skrifa - FIMM HUNDRUÐ MILLJARÐA frá hruni! 

Þetta fólk er svo ömurlegt og svo hættulegt íslensku þjóðfélagi að vinstra fólk eins og ég er farin að skoða flokka eins og sjálfstæðis eða framsókn!  Við vitum nákvæmlega hvað þeir flokkar standa fyrir en að kjósta flokka eins og Samfylkinguna og VG hefur reynst rússnesk rúlletta þar sem eina skoti í byssunni var skotið í hausinn á almenningi.  Og það sem er allra verst; fólki eins og Ólínu, Jóhönnu og Steinrími gæti ekki verið meira sama.  Þau sópa sem mest þau mega skítnum, spillingunni og svikunum undir næsta teppi.  Ekkert má vera uppi á borðum enda þolir fæst af þeirra gjörðum dagsljós.

Það er af sem áður var þegar við héldum að vinstri hreyfingin á Íslandi stæðu fyrir jöfnuð og heiðarleika.

MargrétJ (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 16:00

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Amen,  Margrét

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.1.2011 kl. 16:48

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ólína sagið reyndar að menn tækjust oft á um mál á þingflokksfundum. Og um það veist þú ekkert af eða á. Samfylingarmenn eins og fleiri á þingi töldu varðandi Icesave á sínum tíma að ekki yrði lengra komist í samningum. Og því væri það áhætta að hafna þeim. Það reyndist eins og Ólína sagði, samt vera svo að það var hægt að ná betri samingum og það er gott en það var ekkert endilega útlit fyrir það né að Hollendingar og Bretar myndu sína okkur biðlund og frekari samingsvilja. Sennilega hefu aðildarumsókn okkar að ESB bjargað því að þessar þjóðir voru til í að bjóða okkur betri kjör. Það er svo framtíðarinnar að meta það hvort að við höfum grætt eða tapað á þessum tveimur árum í óvissu um Icesave. T.d. varðandi lánakjör, tregðu erlendara aðila að fjárfesta og svo framvegis.

Þegar þú mærir Eygló þá held ég að þú hafir ekki fylgst nógu vel með Alþingi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.1.2011 kl. 17:33

4 identicon

Þetta er undaleg útlegging hjá þér Jóhannes á umræðunni á Sprengisandi í morgun.

 Ætli sé ekki best lesendur þínir hlusti sjálfir á þáttinn

http://bylgjan.is/?PageID=2873

Vestfirðingur (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband