23.1.2011 | 14:41
Sykurhúð handa Ömma
Þegar börn vilja ekki borða eitthvað er iðulega brugðið á það ráð að strá yfir það sykri. Ögmundur hefur hingað til staðið staðfastur gegn samningi um ábyrgð ríkisins á icesave svikareikningum Landsbankans. Nú bregður við nýjan tón hjá ráðherranum Ögmundi. Nú er þetta allt í einu orðinn miklu betri samningur þótt ekkert fast sé í hendi um það. Þetta er í grundvallaratriðum nákvæmlega sami samningur og endurskoðaði icesave 2 samningurinn. Ögmundur greyið hefur kynnt sig sem mann sátta, það er oftúlkun, Ögmundur er vingull sem er að kikna vegna þess að hann þarf að burðast með 2 aðstoðarmenn, sinn á hvorri öxlinni sem hvísla sitt hverju að honum. Ögmundur er líka enginn umbótamaður, hann hefur staðið í fararbroddi innan þingsins við að koma á tvöföldu lífeyrissjóðakerfi og hann hefur varið ofvöxtinn í embættismannakerfinu sem formaður BSRB til fjölda ára. Ögmundur þarf að víkja. Og hann mun víkja með digran eftirlaunasjóð í fanginu. Hann hefur séð til þess. Það er hans sykurhúð
Styður Icesave að óbreyttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.