úr rassi kúa kemur líka orka

kyr.jpgNýlega ræddi Alþingi vistorku í samgöngum. Hugarfóstur iðnaðarráðherra sem fengið hefur vinnuheitið Græna orkan Þetta verkefni er mjög til fyrirmyndar en virðist bara eiga að ná til samgangna. Hætt er við að háleit markmið lifi skammt í raunheimi. Í landbúnaði er mikil vélvæðing sem kallar á mikla orkunotkun. Núna nota allar dráttarvélar landsins díselolíu. Auðvelt er að breyta þessum vélum til að brenna metangasi eða lífdísel eða repjuolíu. Öll þessi efni eru innan seilingar í sveitum landsins og ekki eftir neinu að bíða. Úr hverju haughúsi má vinna metan og ef um þéttbyggðar sveitir er að ræða er hægt að byggja miðlæga metanstöð. Einnig má rækta repju á ökrum og í fiskimjölsverksmiðjum er hægt að framleiða lífdísel. Það sem gerir svona verkefni spennandi er að það styrkir innlenda framleiðslu, eykur sjálfbærni og dregur úr innflutningi og styrkir gengið sem aftur lækkar skuldir heimilanna og gerir okkur sjálfstæðari gagnvart erlendum lánadrottnum. Hvernig væri að byrja nú á einhverju og hætta þessum eilífu umræðum.  Umræðustjórnmál Samfylkingar eru dálítið þreytandi þegar enginn hlustar hvort sem er. Þá verður þetta dálítið eins og þegar ritstjóri Smugunnar, Þóra Kristín, rífst við sjálfan sigLoL

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég tek vel undir þetta en það væri hægt að keyra allan bændaflotann á kúa, svína og kjúklingaskít án mikillar kostnaðar. Í bandaríkjum styrkja þeir bændur með svona framkvæmdir en margir framleiða rafmagn og selja það sem er umfram. Þessa framkvæmdir borga sig sjálfar þá er bara verið að tala um methene gasið.

Valdimar Samúelsson, 24.1.2011 kl. 21:22

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk fyrir þetta Valdimar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.1.2011 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband