
Sagt var frá fundi SA með suðurnesjamönnum í Stapa í gær. Á fréttum mátti skilja að aðalræðumaður af hálfu SA hafi verið Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls. Ragnar gagnrýndi mjög afskipti stjórnvalda af málefnum orkufyrirtækja. Og sagði þau valda óvissu og hindra framgang í atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Hann segist hafa áhyggjur af hugmyndum um eignarnám í orkugeiranum.Nú er það alveg krystaltært að það er ekki til að greiða fyrir lausn mála svona málflutningur. Þjóðin hefur lýst sig mótfallna frekari álversbyggingum og hún vill frekar leita annarra leiða við atvinnuuppbyggingu með orkusölu til færri og smærri orkunotenda sem jafnframt eru reiðubúnir til að greiða hærra verð. Það er ekkert hundrað í hættunni fyrir íbúa á Suðurnesjum þótt ekkert verði af álversbyggingunni í Helguvík. Þótt 1000 menn fái ekki vinnu við akkúrat þessar framkvæmdir
þá geta hæglega 5000 manns fengið vinnu við aðrar framkvæmdir vegna þess að hætt var við álverið. Árni Sigfússon er sá sem mest á undir því hann var sá sem setti bæjarfélagið á hausinn og það er hann sem treystir á að álverið bjargi honum úr snörunni. Honum skal ekki verða kápan úr því klæðinu. Og hinn þögli meirihluti í SA ættu að fara að láta í sér heyra og reka Vilhjálm Egilsson. Það getur varla verið vilji meirihlutans að láta talsmann Stórútgerðarinnar og Álversfurstanna steypa hér öllu í kaldakol..
aftur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.