25.1.2011 | 15:47
Stjórnlagaþingskosning ógild
"Hæstiréttur hefur ályktað að kosning til stjórnlagaþings sé ógild."
Hvað þýðir þessi dómur? Verður hætt við að halda þingið eða verður kosningin endurtekin? Það er svo sem ekki hægt að mótmæla því að öll framkvæmdin frá lagasetningu og þar til talningu lauk var eitt stórt klúður. En menn komust þó í gegnum verkefnið og leystu þau vandamál sem komu upp. Og þar sem stjórnlagaþingið er bara einn dáldið langur fundur 25 manna sem hefur ekkert vald per se, þá finnst mér að ríkisstjórnin eigi að láta slag standa og leyfa þinginu að klára verkefnið. Ef hins vegar það er ekki hægt lagatæknilega þá þýðir þetta bara eitt. Ríkisstjórn Jóhönnu er fallin. Og fjórflokkurinn þar með. Ég er ekki hræddur um að hér taki við ríkisstjórn Sjálfstæðis og Framsóknarmanna. Kjósendur eru skynsamari en svo. En okkur liggur ekkert á að kjósa nýtt Alþing. Okkur liggur meira á lýðræðisumbótunum sem áttu að koma í gegnum stjórnlagaþingið. Forsetinn gæti skipað Utanþingsstjórn sem sæti út kjörtímabilið og í staðinn fyrir stjórnlagaþing fengju allir sem vilja að taka þátt í samningu nýrrar stjórnarskrár. 523 manns buðu sig fram til stjórnlagaþings. Það er í raun ekki stór hópur. Haldnar hafa verið fjölmennari ráðstefnur en það.
Að láta 500 menn koma að samningu stjórnarskrárinnar er bara úrlausnar og skipulagsatriði - ekki frágangssök
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.