25.1.2011 | 19:01
Tekið til varna fyrir hönd Ólínu
Hinn fyrrum burtrekni ritstjóri Morgunblaðsins er trúr fyrrum húsbændum sínum í ritstjórnargrein í blaðinu hans Jóns Ásgeirs í morgun. Þar tekur hann til varna fyrir útgerðarauðvaldið og tætir í sig grein sem þingmaður Samfylkingar og varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis birti á blogginu sínu í gærkvöldi. Ritstjórinn hafði lítinn tíma til að kryfja grein Ólínu og því er eðlilegt að gagnrýni hans sé byggð á staðreyndavillum og gamalkunnum frösum sem LÍÚ hefur kostað miklu til að réttlæta kvótakerfið með. En skoðum nánar gagnrýni ritstjórans
Þótt Ólína segist vilja eyða óvissu um fiskveiðistjórnina verður ekki annað séð en að hún tali fyrir breytingum sem gætu haft allt annað en fyrirsjáanlegar afleiðingar.
Hún vill til dæmis gefa handfæraveiðar við landið frjálsar og virðist vera búin að gleyma þeim árum þegar trillusjómenn fiskuðu tugi þúsunda tonna umfram kvóta og ráðgjöf vísindamanna. Frjálsar veiðar stuðla ekki að ábyrgri umgengni við auðlindina.
Hð rétta er að trillusjómenn hafa aldrei fiskað tugi þúsunda tonna á handfæri í trássi við ráðgjöf fiskifræðinga. Hér er ruglað saman veiðum hraðfiskibáta í krókakerfinu sem réru með línu. Lína og handfæri eru sitthvað Ólafur Þ Stephensen
Ólínu finnst hið versta mál að "mörg þúsund störf hafi farið forgörðum í nafni rekstrarhagræðingar og hagkvæmni innan greinarinnar".
Rekstrarhagræðing sem byggir á fækkun starfa er án efa hagkvæm metin útfrá hagsmunum útgerðarmannsins en hún er þjóðhagslega óhagkvæm. Það er þjóðhagslegra betra að arðurinn vegna veiðanna skiptist á sem flestar hendur svo framarlega sem fiskveiðar haldi áfram að vera hagkvæmar
Ólínu finnst vont að íslenzkur fiskur skuli fluttur til útlanda og unninn í útlendum fiskvinnslustöðvum. Það verður ekki skilið öðruvísi en svo að hún vilji leggja hömlur á slíkan útflutning og þar með á það alþjóðlega viðskiptafrelsi sem flokkur hennar styður, að minnsta kosti í orði kveðnu.
Það er réttmætt að krefjast meiri fullvinnslu á aflanum innanlands. Núna notfæra útgerðarmenn og kvótahafar sér smugur í utanríkissamningum sem auðveldar þeim að stinga virðisauka af fullvinnslu í eigin vasa. Þetta er gert með sölu óunnins fisks til dótturfyrirtækja erlendis á tilbúnu verði. Á Grimsby-Hull svæðinu hafa 10000 manns atvinnu af að fullvinna ferskan fisk af 'Islandsmiðum. Þessi vinnsla er betur komin hér heima.
Kvótakerfið er ekki gallalaust, en engu að síður það kerfi sem hefur reynzt bezt við fiskveiðistjórnun. Þegar mörg önnur kerfi þjóðfélagsins eru í uppnámi er ekki ástæða til að rústa eitt af þeim sem virka.
Svona enda allar rökræður þeirra sem ekkert vit hafa á fiskveiðum. Þetta er nefnilega stóra blekkingin sem kvótakerfið byggir á. Lygin sem búið er að segja svo oft að nytsamir sakleysingjar trúa henni og bergmála hugsunarlaust eins og fermingarbarn trúarjátninguna. Hið sanna er að markmið kvótakerfisins var aldrei að byggja upp fiskstofna. Markmiðið var að hámarka arð kvótahafanna í gegnum einokunarstöðu og skömmtun á afla. Brottkast og svindl í kerfinu nemur tugum þúsunda tonna á hverju ári. En kvótabröskurum er alveg sama svo framarlega sem ekki er hróflað við kerfinu sem malar þeim gull. Og þó ég sé ekki alls kostar sammála ólínu um hvernig á að standa að málum þá styð ég innköllun kvótans. Það er grundvallar atriði númer 1-2-3
Ólafur Stephensen er maður að minni fyrir að kynna sér ekki betur það kerfi sem hann vill verja
Flokkur: Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 19:04 | Facebook
Athugasemdir
Flottur!
Aðalsteinn Agnarsson, 25.1.2011 kl. 19:32
Takk Aðalsteinn
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.1.2011 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.