Hornóttir vinstrimenn

Nú er mikil reiði meðal fylgismanna þessarar ríkisstjórnar yfir ógildingu stjórnlagakosningarinnar. Skrítið er samt að verða vitni að því hvernig þeir ausa úr skálum illsku sinnar gegn öllu og öllum nema þeim sem settu lögin og klúðruðu málunum. Nú eru menn búnir að gleyma umræðunum og gagnrýninni sem beindist að framkvæmdinni. Og eins og við var að búast finnast þeir sem nota tækifærið og drulla yfir hæstaréttardómarana vegna pólitískrar skipunar þeirra. Það finnst mér sérstaklega ómerkilegt að ráðast á embættismenn sem ekkert hafa til saka unnið nema verið skipaðir í embætti á grundvelli fullgildra laga. En níðskvaldri vinstri manna stendur alveg á sama svo framarlega sem þeir halda sig koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn. En geta þeir bent á hæfari mann sem ekki hafi fengið skipun í embætti hæstaréttardómara utan kannski þegar Ólafur Börkur var skipaður? Og hefur Ólafur nokkuð staðið sig svo illa? Ég held ekki. En að ráðast að sómafólki sem ekki má vamm sitt vita eins og til dæmis Páli Hreinssyni, er til skammar fyrir þá sem það iðka. Hælbítarnir eru endaþarmur stjórnmálanna.  Hælbítarnir eru blindaðir af heift og hatri. Beitum þá þöggun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband