
Eitt forðast ég eins og heitan eldinn og það eru trúardeilur á netinu. Þær tel ég móðgun við almenna skynsemi. Það er einfaldlega ekki hægt að rökræða um huglægar skoðanir. Ýmsir prestar hafa samt gert þau mistök að láta draga sig niður á plan trúleysingjanna og í kjölfarið orðið að athlægi allrar þjóðarinnar. Einn af þessum prestum er Örn Bárður og nýjasti skandallinn hans varðar netsamskipti við ólögráða ungling sem Örn Bárður vildi að leitaði sér aðstoðar Geðdeildar Landsspítalans. Þegar Erni var bent á alvarleika athæfis síns, birti hann opinbera afsökun en skaðinn er skeður. Hann hefur afhjúpað siðlausa afstöðu bókstafstrúarmannsins. Honum finnst ekkert athugavert við að ólögráða börn staðfesti skírnarsáttmála sem foreldrar þeirra gerðu fyrir þeirra hönd. En á sama tíma segir hann:
Þá fyrst fletti ég honum upp í þjóðskrá og komst að því eftir nokkra fyrirhöfn að hann væri tæplega 16 ára. Þegar það var ljóst sagðist ég mundu hafa samráð við foreldra hans um framhald viðræðna okkar þar sem hann væri ólögráða. Þær féllu þar með niður og þar stendur málið nú. Ég geri ráð fyrir að foreldrar drengsins beri fulla ábyrgð á vafri hans á vefnum, skoðunum hans og framkomu.
Hér er linkur á yfirlýsingu Arnar Bárðar. Hvað finnst mönnum um svona lagað? Hvaða kröfur gerum við til þeirra sem annast uppalendahlutverki í þjóðfélaginu? Mig setur hljóðan
Athugasemdir
Örn Bárður er ekki hógvær og umburðarlyndur maður. Það eru einmitt þeir kostir sem prýða góðan prest.
Kristján (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 20:34
Hin svokallaða "afsökunarbeiðni" er síður en svo afsökunarbeiðni - hann biðst ekki afsökunar á atvikinu, heldur að hafa ekki athugað við hvern hann væri að ræða og segir svo um leið að viðkomandi sé ekki marktækur þar sem hann er ekki lögráða.
Sveinn Þórhallsson, 26.1.2011 kl. 20:48
Alveg rétt Sveinn, engu hefði átt að skipta við hvern presturinn deildi
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.1.2011 kl. 20:56
Og eitt enn sem gleymdist í færslunni og það eru fordómar gagnvart geðveikum sem lýsa sér í viðbrögðum Arnar, á hann ekki að vera sálusorgari og er honum ekki kennt að aðgát skal höfð í nærveru sálar! Til hvers er hann að munnhöggvast við heilt netsamfélag?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.1.2011 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.