29.1.2011 | 07:41
Sjóvá verði hlutafélagsvædd
Steingrímur sagðist hafa sett 11 milljarða inní Sjóvá vegna tilmæla frá FME. Þessir 11 milljarðar voru pappírseignir sem voru í vörslu Seðlabankans. Þannig að nú fer Seðlabankinn með eignarhaldið á hlut ríkisins í Sjóvá en ekki fjármálaráðuneytið. Það er í hæsta máta óeðlilegt. Enn og aftur rekum við okkur á að ríkisstjórnin hefði betur fylgt ráðum Mats Josefsson sem ráðlagði stofnun Eignaumsýslufélags til að fara með hlut ríkisins í fyrirtækjum sem tekin væru yfir í kjölfar hrunsins. Þetta var allt fyrirséð en Steingrímur þóttist vita betur og nú eru afleiðingar hans vizku að koma okkur í koll. Nú er búið að einkavæða eignasafn Landsbankans sem var í Vestia og langt komið með að einkavæða Sjóvá. Og kaupandi er vogunarsjóður í eigu banka sem er að stórum hlut í eigu vogunarsjóða! Eru íslensku smákóngarnir með fullu viti? Hér þarf að staldra við og slá á puttana á Má Guðmundssyni. Í fyrsta lagi á að bíða eftir úrskurði ESA varðandi ríkisstyrkinn til Sjávár og þegar hann liggur fyrir er komið að næstu skrefum. Ég geri ráð fyrir að ef ESA úrskurðar björgun Sjóvár ólöglega, þá renni þessir pappírar aftur til Seðlabankans, varla er búið að selja þá? Alla vega ætti það ekki að hafa verið gert hafi þeir átt að renna inní bótasjóðinn. En ef ESA samþykkir orðinn hlut þá er margt sem þarf að ræða.
- Er það eðlilegt að Seðlabankinn ráði alfarið söluferlinu?
- Er eðlilegt að Sjóvá renni inní Arion?
- Er eðlilegt að einhver vogunarsjóður eigi tryggingarfélag? Hvað segir FME?
- Er ekki eðlilegra að færa Sjóvá undir fjármálaráðuneytið og einkavæða það síðan?
- Og þegar tekin verður ákvörðun um sölu er þá ekki rökrétt að setja Sjává á markað og gefa landsmönnum kost á að eignast hlutabréf?
- Annar kostur væri að sameina Landsbankann og Sjóvá og setja sameinað félag á markað
Ekki veit ég hvað Alþingi hyggst gera en vonandi verður tekið fram fyrir hendur Más og Steingríms og þetta söluferli stoppað tafarlaust. Þetta er hneyksli.
Sagðist bundinn þagnarskyldu um söluferli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.