29.1.2011 | 11:50
Hróður Íslands
Kannski að Árni Johnsen og Sigmundur Ernir hafi ætlað að reisa sér minnisvarða á hinni íslenzku Golgata við hlið Davíðs með þessu frumvarpi um að veita rússneska rithöfundinum Madinu Salamovu íslenskan ríkisborgararétt. Hvað svo sem vakti fyrir þeim félögum þá hefði kannski verið betra að spyrja þá norsku fyrst? En samkvæmt upplýsingum frá lögmanni hennar þá kærir hún sig ekkert um íslenskt vegabréf og lái henni það enginn . En þetta frumhlaup þeirra Árna og Sigmundar gæti orðið tilefni milliríkjadeilu milli Noregs og Íslands. Þarna er á vissan hátt um inngrip í norskt innanríkis og utanríkismál að ræða. Vonandi verða engin eftirmál en þetta er ekki til að auka hróður landsins. Vonandi taka flokkarnir á þessu og koma í veg fyrir fleiri svona frumhlaup mannvitsbrekkanna. Þeir sem áhuga hafa geta lesið frumvarpið hér. Sérstaka athygli mína vakti þetta orðalag.
Hún talar einstaklega fagra norska tungu af útlendingi að vera. Íslendingar vilja leggja sérstaka áherslu á að verja norska tungu sem barn íslenskrar tungu. Íslenska tungan hefur haft þrek til að standa af sér alvarleg áhrif annarra tungumála á síðustu 1000 árum á sama tíma og önnur norræn tungumál hafa tekið stakkaskiptum.
Er þetta ekki rasismi? "af útlendingi að vera" og svo þessi þjóðremba varðandi tunguna!! Okkar tunga er líka á undanhaldi eins og önnur mál og mállískur. Með tilkomu netsins er enskan er að verða hið ráðandi tungumál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.