29.1.2011 | 09:06
Hætt verði við útboð nýs fangelsis
Þessi áform ríkisins og fangelsisyfirvalda um stækkun fangelsisrýma eru algerlega ábyrgðarlaus hjá ríkisstjórn sem sér fram á mikinn halla á fjárlögum næstu árin. Þessi áform um byggingu 1700 milljóna fangelsishúsnæðis til viðbótar þeim kostnaði sem lagt var útí vegna Bitru á síðasta ári bera vott um óábyrg og ófagleg vinnubrögð. Núna er þörf á breyttum hugsunarhætti og aðhaldi í öllum fjárfestingum. Lánsfé er dýrt og ekki verjandi að ráðast í 2 milljarða kostnað vegna húsnæðis byggingar þegar tugir þúsunda fermetra af ónýttu iðnaðar og íbúðarhúsnæði standa tóm. Ég vil að nú þegar verði hætt við öll áform um byggingu nýs fangelsis og hafin undirbúningur að einkavæðingu á rekstri allra fangelsa í landinu. Hvernig er til dæmis með allar þessar tómu skemmur á vellinum, væri ekki hægt að nýta þar húsnæði undir fangelsi? Það er nú ekki eins og við séum að fangelsa stórhættulega glæpamenn, mest eru þetta lánleysingjar sem ekki eru neinum hættulegir nema helst sjálfum sér. Gamla vallarsvæðið hentar líka vel á allan hátt. Hvort sem miðað er við gæsluvarðhaldsfangelsi, geymslu ólöglegra innflytjenda eða öryggisfangelsi. Öllu er hægt að koma við þarna. Og það er girðing í kringum svæðið!!
Nýtt fangelsi verður óstaðsett í útboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og flutningur Gæslunnar suðureftir myndi styðja við staðsetningu fangelsa á svæðinu. Gæslan er jú okkar herlögregla
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.1.2011 kl. 09:33
Vel mælt Jóhannes. Lánleysingjar er rétta orðið. Ógrynni af auðu húsnæði út um allt sem því opinbera bera að nýta.
Sigurður Antonsson, 29.1.2011 kl. 10:40
Takk fyrir það Sigurður, ég tek meira mark á þér en Gunnari Th Gunnarssyni, sem sagði að ég væri illa af guði gerður
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.1.2011 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.