29.1.2011 | 14:25
Hælbítarnir og ljónið
Þessi líking á vel við baráttu sjálfstæðismanna við Jóhönnu Sigurðardóttur. Hingað til hefur strategían snúizt um að bíta í hælana á Jóhönnu og þreyta hana þar til hún gæfist upp. Vissulega hefur þetta sýnst verið að virka þar sem lítið lífsmark hefur verið með gömlu konunni í margar vikur. Og því hefur Hæstiréttur ætlað að veita henni náðarhöggið með ógildingu stjórnlagaþingskosninganna. En þetta verða sennilega afdrífaríkustu mistök sem hræmigurnar hafa gert í þessi 2 ár sem þeir hafa hímt í stjórnarandstöðunni lafhræddir og skjálfandi yfir rannsókninni á hruninu og reiði almennings. Ljónið rumskaði í þinginu sl. fimmtudag eins og alþjóð varð vitni að og nú er það reitt og hristir úfinn makkann hvíta sem aldrei fyrr. Og hótar hægri vinstri. Nú verður kvótinn innkallaður og það verður líka kosið upp á nýtt til stjórnlagaþings. Sjálfstæðismenn munu iðrast þess að hafa ráðist framan að ljóninu. Með smá þolinmæði og stjórnkænsku hefði þeim tekist að yfirbuga hana. En ekki lengur. Heimskan og hrokinn eru víst systkin og með lögheimili í Valhöll
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.