Svikin liggja í loftinu.

Nú er ég virkilega hræddur um að ríkisstjórnin ætli að svíkja í fiskveiðistjórnunarmálinu.
Fyrsta vísbendingin var flokksráðsfundur Samfylkingarinnar. Síðan kom bloggfærsla Ólínu, þá grein Björns Vals og núna síðast þær fréttir að Jón Bjarnason sé að setja lokahönd á ný eða breytt fiskveiðilög. Í samvinnu við hverja spyr ég nú bara. Getur hann bara farið sínu fram í trássi við flesta aðra eins og þegar hann var að krukka í kerfið í fyrra?

Hér á þessari bloggsíðu hefur verið talað fyrir afnámi fiskveiðistjórnunarlaganna og þeirri hugmyndafræði sem í þeim felst alfarið hafnað. Síðuhöfundur vill að við tökum upp sjálfbæra, heildræna  atvinnu og byggðaþróunarstefna sem byggi á frjálsum fiskveiðum og fullvinnslu hér innanlands. Þegar ég tala um frjálsar þá á ég náttúrulega ekki við óheftar óábyrgar veiðar.

Margir segja að frjálsar veiðar leiði til offjárfestingar og ofveiði. Þetta er rangt. Vegna þess að við erum að tala um nýja atvinnu og byggðastefnu þar sem allt ferlið frá veiðum til fullvinnslu er skipulagt. Byrjað yrði að stofna vinnslufyrirtæki og gera sölusamninga. Síðan þegar fyrir lægi hver hráefnisþörfin væri þá yrði gerður samningur við sjómenn um veiðar og enginn fengi veiðileyfi nema hafa tryggt sér samning um kaup á aflanum. Fylgst væri með að hver vinnslustöð gerði aðeins veiðisamninga um það magn sem þeir ráði við með góðu móti. Sjómenn mættu heldur ekki stunda aðra atvinnu nema að mjög litlu leyti. Sjómannsstarfið yrði gert að lögverndaðri iðngrein. 

Hérna áður fyrr fór allt úr böndunum vegna þess að tengslin á milli veiða og vinnslu rofnuðu. Fjárfesting í útgerð fór úr böndunum og aflinn varð svo mikill að hann lá undir skemmdum og sífellt stærri hluti var seldur óunninn úr landi. Þegar gæðamálin voru svona léleg fékkst lágt verð og þetta var aðal ástæða þess að kvótakerfinu var komið á, ekki vegna þess að um háskalega ofveiði væri að ræða. Og þó ég vilji tengja saman veiðar og vinnslu þarf samt allur afli að fara um uppboðsmarkað. En þann markað mega ekki þeir spenna upp sem senda út ferskan fisk í flugi. Þeim markaði þarf náttúrulega að sinna eins og öðrum en hann má ekki skekkja verðgrundvöll landvinnslunnar. Ég veit að afrakstur fiskstofnanna verður kannski ekki helmingi meiri en er í dag en hann ætti vel að standa undir almennri velsæld allra ef við svo kjósum. Þetta er bara spurning um að skipta kökunni réttlátlega

Sóknaráætlun 2020 olli miklum vonbrigðum. Sérstaklega sú uppgjöf sem lýsir sér hjá sveitastjórnarmönnum þegar þeir lýsa sóknarfærum og styrkleika. Þeir eru hættir að reikna með útgerð og fiskvinnslu. Þeir hafa brennt sig á að reikna með að kvótinn haldist í byggðunum. Þeir vilja frekar treysta á ferðamennsku, iðnað, og matvælavinnslu. Fiskveiðar og vinnsla koma yfirleitt ekki fyrr en í fjórða og fimmta sæti. Þetta er svo dapurleg framtíðarsýn að helst jafnast á við arðrændar nýlendur Evrópumanna í  Afríku á 19. öld. Hvernig útgerðarmenn eru búnir að fara með landsbyggðina og fólkið er glæpur sem þarf að bæta fyrir, ekki síður en hina illu meðferð barna á vistheimilum ríkisins á síðustu öld. Þótt hún virðist liggja ríkisstjórninni þyngra á hjarta en eyðing byggða til að skapa gróða í vasa stórútgerða

Ríkisstjórnin er hugmyndalaus, stefnulaus, ráðalaus og huglaus

Helvítis fokking fokk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og þegar engin verðmæti liggja lengur í kvótanum þá eru undirstöður byggðanna miklu heilbrigðari og tryggari. Verðmætið lægi þá í fjárfestingum í landi og fólkinu aðallega og svo náttúrulega í skipunum. Þetta helvítis væl í kvótagreifunum og talsmönnum SA um að hér þurfi að ríkja stöðugleiki í óbreyttu kerfi svo hægt sé að gera áætlanir hljómar svo ankannalega þegar við sjáum hundruð manna flosna upp vegna ákvörðunar handhafa kvótans. Af hverju er aldrei talað um að tryggja þurfi atvinnu og búsetu og stöðugleika í byggðunum númer 1 2 og 3? 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.1.2011 kl. 02:06

2 identicon

Sæll Jóhannes.

Hvernig skilgreinir þú ofveiði?

Ég skil ekki alveg hvernig þú ætlar að skipuleggja frjálsar veiðar og vinnslu án þess að allt fari úr böndunum.  Frystingin á sjó gæti auðveldlega annað þreföldum þorskafla sem skipin veiða núna og vinnslur í landi  sem nú eru til geta bætt við svipuðu. Það myndi leiða til lækkunar á verði á erlendum mörkuðum því kaupendur þoka verðinu niður þar sem margir reyna að selja sinn fisk. Að endingu leiðir það til þess að að vinnslur missa samninga eða selja minna magn og þá sitja þeir uppi með mannskap og fjárfestingu sem ekki nýtist til fulls.

.Við erum með kvótakerfi sem stjórnar mjög vel veiði og vinnslu þannig að það er jafnt framboð fyrir markaðinn allt árið.

Fiskifræðin er vandamálið.  Skipin eyða miklum tíma og olíu  við að forðast þorsk. Veiðislóðir sem áður fyrr gáfu eingöngu ufsa og eða karfa eru fullar af þorski og ýsan er núna fyrir öllu norðurlandi.

Hallgrímur Gísla (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 09:50

3 identicon

Hvernig í ósköpunum á það að ganga upp að vinnslur eigi að semja um föst viðskipti við bátana,  en allur fiskur eigi samt að fara á markað.  Fiskvinnslan þarf þá ekki að bjóða hátt í aflann því hún var áður búin að semja um þann aflann.

Hér áður fyrr vantaði uppboðsmarkaði og samgöngur þannig að hægt væri að nýta aflann skynsamlega, auk þess sem vantaði stjórnun á veiðum.  Stór hluti aflans fór líka í salt sem bjargaði miklu á vetrarvertíðinni.

Hefði verið góðar samgöngur og fiskmarkaðir hefðu komið upp úr seinna stríði, þá hefði verið allt önnur nýting á afla

Hallgrímur Gísla (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 10:16

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sæll Hallgrímur og takk fyrir athugasemdirnar.  Þá er að svara. Og ekki endilega í réttri röð

  1. Þú segir fiskifræðin er vandamálið en samt segirðu að kvótakerfið sé gott! Þetta verður þú sjálfur að hugsa betur.Það er búið í þúsundum greina að benda á galla kvótakerfisins svo ég ætla ekki að endurtaka það hér
  2. Frystingin á sjó og útgerð flakafrystitogara er löngu komin út í öfga. Þar hefur viðgengist gífurleg sóun í gegnum ári, aðeins það verðmætasta hirt og öllu öðru hent, þótt það hafi lagast í seinni tíma þá réttlætir það ekki þessa útgerð árið 2011. Í mínu rómantíska fiskveiðistýringar kerfi er lögð áhersla á að aflinn sé allur verkaður í landi og það skapi vinnu. Hér vantar vinnu!
  3. Af hverju heldurðu að aukið framboð sem næmi kannski 70-100 þúsund tonnum upp úr sjó myndi valda verðlækkun? Norðmenn og Rússar selja á sömu mörkuðum og þeir hafa aukið sitt framboð miklu meira án þess að verð hafi lækkað. Það hefur frekað hækkað
  4. Þegar við höfum komið á svona kerfisbreytingum þar sem allt er sjálbært og organic þá fáum við vottun sem tryggir okkur yfirburðastöðu á dýrustu veitingahúsamörkuðum. En þetta krefst samræmdra aðgerða þar sem allir þættie verða að spila saman.
  5. Hugsunin er að fiskvinnsla verði undirstöðuatvinnurekstur sjávarþorpanna. Það fer eftir íbúunum hver umsvifin væru. 1 frystihús á hverja 500 íbúa kannski og saltfiskverkun og einhver neitendavinnsla til viðbótar. þetta byggðalag gæti vel komist af með 3000 tonna ársafla. Þennan afla gætu svo 2 vertíðarbátar og 10 hraðfiskibátar sem veiddu með handfærum hæglega skaffað. Við þessar útgerðir væri þá gerður fiskveiðisamningur sem gæfi viðkomandi sjómönnum rétt til veiða fyrir þetta þorp og þessar vinnslur. Vinnslurnar skipulegðu veiðarnar og ákvæðu hvað veitt er og hve mikið.  Þetta er sama kerfi og núna tíðkast utan að það er útgerðarstjóri sem stýrir veðum ofan í erlendar vinnslur eða frystingu úti á sjó.
  6. Éggeri ráð fyrir að setja á fót Uppboðsmarkað ríkisins, um hann fari allur landaður afli. Þar verði hann flokkaður og vigtaður. Þetta verði rafrænn markaður sem virkaði líka sem miðlun. Markaðurinn héldi utanum verðvísitölu fisks á hverjum degi sem tæki mið af verði á uppboðsmörkuðum í þeim löndum sem við seljum okkar afurðir til. Vísitala fisks væri þá það skilaverð sem rynni til sjómannanna.
  7. Alger aðskilnaður veiða og vinnslu tryggir frið í greininni.
  8. Ofveiði skilgreini ég þegar veitt er meira en hefst að vinna í bestu og dýrustu neitendaafurðir hverju sinni. Þá er ég líka að miða við of mikla veiði um borð í skipunum. Skipstjórar verða að haga sér á ábyrgan hátt. Ekki róa með of afkastamikil veiðarfæri og ekki taka inn meiri afla en hefst undan að ganga frá. Sjómenn vita hvað ég er að fara
Þetta ætti að duga að sinni. Vona að allir sjái að ég hef hagsmuni allra að leiðarljósi. Útgerðir sem eru nú þegar í góðum rekstri munu njóta forgangs í mínu kerfi. Þeir eiga þessar fjáfestingar og það er ekki meinigin að útiloka núverandi útgerðarmenn. Þvert á móti þá veiða þeir áfram en þeir verða að selja vinnslurnar og starfa eftir breyttum leikreglum af heilindum án þess að reyna að leita að smugum til að svindla. Útflutnigur á ferskum fiski hefur verið aðalfarvegur stórkostlegra kvótasvika og gjaldeyrisundanskota. Þetta verður að stöðva strax.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.1.2011 kl. 16:17

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

p.s Ofveiði er líka að veiða með of stórvirkum veiðarfærum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.1.2011 kl. 16:19

6 identicon

Jóhannes.

Þetta kerfi þitt er kvótakerfi eða líkara lénsherrafyrirkomulagi.  Vinnslueigandinn semur við veiðendur og ákveður hver veiðir fyrir hann.  Ef eitthvað kemur uppá í samstarfinu  er hann ekki ráðinn næsta ár.  15-20 manns þarf til að vinna 3000 tonn og hvað stjórnar því að vinnslur spretti ekki upp eins og gorkúlur í hverjum firði.   Við verðum að átta okkur á því að fiskvinnslan var að afgreiða um 12 kg á manntímann um það leiti sem kvótakerfið komst á, en er kominn yfir 30 kg á manntímann núna. og nútíminn skilar mikið meiri verðmætum.   Við þyrftum þá um 3x meiri afla til að halda sama fjölda í vinnu í þorpunum. 20 manna vinnsla þarf þá 5000 tonn á 200 dögum með 8 tíma vinnslu 42 dagar væru þá eftir sem við gætum hugsað okkur fisklausa daga vegna ógæfta.  Eftir smá tíma er þörf á að setja kvóta á fiskvinnslufjölda og fjölda báta.

Með frystitogarana þá er það ekki rétt að það sé bara hirt það verðmætasta Allur afskurður er hirtur flestir hirða hausa og dálka.  Smá fiskur er hirtur líka.  Enda værum við að henda kaupinu okkar að hirða það ekki.  Ég vinn á slíkum og veit vel hvað ég tala um.  Veitingastaðir á Bretlandi taka sjóflökin framm fyrir fersku flökin.

Við getum líka verið rómantískir og litið svo á að það sem ekki er hirt sé fiskafóður.

Hallgrimur Gísla (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband