Hugmyndavinna verði virkjuð á Alþingi

Allir sem vinna að nýsköpun nýta sér Brainstorming(hugarflugsfundi). Þetta er albesta aðferð til að hugsa út fyrir boxið eins og oft er sagt. Á svona fundum kvikna oft hugmyndir sem breyta vinnuferlum og skapa nýjar afurðir. Afurð er ekki endilega vara. Afurð er það sem verður til með vinnu. Á Alþingi fer fram vinna og afurðirnar eru alls konar lög og reglugerðir og ályktanir, en allt er þetta gert með aldagömlum aðferðum, allt er bundið á klafa íhaldssamra vinnubragða og alþingismenn eru hræddir við breytingar.  Þetta sjáum við og heyrum á þeirra málflutningi. Stjórnkerfisbreytingar ná ekki fram að ganga, stjórnarskrárbreytingar ná ekki fram að ganga og breytingar sem Atlanefndin lagði til, ná ekki fram að ganga!  Hér þarf nýja hugsun. Alþingismenn þurfa í stað hálfvita hálftímans, að taka upp hugarflugsfundi.  Og sé þeim vel stjórnað, þá er ég viss um að vinnubrögðin munu breytast. Jafnvel hjá íhaldssömustu kurfunum eins og Einari K Guðfinnssyni. Því alþingismenn eru ekki heimskir. Þeir bara líta út fyrir að vera það

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband