Sveitastjórnir vilja braska með kvótann

Hvenær tekur þessi frjálshyggja enda gott fólk? Hve marga snúninga á að taka á fiskinum í sjónum áður en hann verður svo dýr að ekki verður hægt að veiða hann? Hvers lags blind fégræðgi stjórnar hér ennþá? Eina leiðin til að vinda ofan af þessu rugli er að afnema fiskveiðistjórnunarlögin og hverfa til baka til 1980 og móta nýja stefnu. Þessi frjálshyggju tilraun með undirstöðuatvinnuveginn er glötuð. Sveitastjórnir verða að vakna. Þær bera ábyrgð. Það dugar ekki að segja eins og Daníel Jakobsson sagði, "þetta kemur okkur ekki við!" Hverjum kemur þetta meira við?  Byggðakvótinn er spillingartæki stjórnmálanna. Segjum nei við spillingu. Frumbyggjaréttur er ekki bara eitthvað sem Grænlendingar eða Alaskabúar eiga rétt á. Við eigum líka kröfu til að nýta okkar frumbyggjarétt. Ef Alþingi vill ekki laga kerfið með algerri uppstokkun þá skora ég á sveitastjórnir að taka málin í sínar hendur. Sveitastjórnir eru næsta stjórnsýslustig á eftir ríkinu og það er aðlilegt að það taki við þegar ríkinu mistekst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband