Pólitík - Þroski - Einhyggja

Ég er þeirrar skoðunar að með aldrinum öðlist menn og konur þroska og vizku sem ekki lærist í skólum. Þetta kalla ég pólitískan þroska. Ungt fólk getur verið fluggáfað og vel menntað en samt skortir það þennan þroska sem þarf til að geta stjórnað þjóð eða mótað reglur samfélagsins með hag heildarinnar að leiðarljós. Skýringin er sú að mínu mati að ungt fólk er upptekið af sínu eigin lífi og sínum eigin hagsmunum. Það er að búa í haginn fyrir sig og sína. Þetta fólk er greinilega vanhæft til að vera í framlínu stjórnmálanna og stjórna þjóð sinni. Það liggur í augum uppi. 

Þess vegna vil ég að við ræðum alvarlega hlutverk og starfsemi stjórnmálaflokkanna. Ég vil til dæmis banna allt ungliðastarf flokkanna. Þetta er ekkert annað en innræting og inngrip. Mér finnst stjórnmálaskólar flokkanna ekkert betri en Hitlers æska Nasistanna í Þýzkalandi á sínum tíma. Öll slík félagamyndun er nú bönnuð í Þýskalandi og víðar og þykir sjálfsagt mál. En hér í Hálfvitalandi þykir engum neitt athugavert við svona fyrirkomulag. Þótt þessir ungliðar klæðist hvorki einkennisbúningi né marseri í takt úti á götu, þá marsérar þetta fólk saman í takt við þá pólitísku einhyggju, sem þeim er innrætt. Og þetta fólk hefur komist til valda í þjóðfélaginu . Til mikils skaða. Þetta fólk heldur að aðeins sé til einn sannleikur í hverju máli. Þetta fólk sér aldrei heildarmyndina.

Þess vegna þarf nýja hugsun, nýtt lýðveldi með nýjum leikreglum. Stemma þarf stigu við að ungt fólk veljist í miklum mæli til starfa á Alþingi eða í sveitastjórnum.

Þegar menn setja ekki lengur eigin hag í fyrsta sæti, þá eru þeir tilbúnir. Fyrr ekki.

Mér finnst  til dæmis ég fyrst núna geta hugsað hlutlægt* um pólitík. Og er ég þó kominn hátt á sextugsaldur. En kannski er ég bara svona seinþroskaLoL

*

(um ytri veruleika). raunverulegur, hlutverulegur. hlutlæg þekking og huglæg túlkun. 2. (um dóma og hugmyndir). ótruflaður af tilfinningum eða persónulegum löngunum, raunsannur ( objectivus ).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband