1.2.2011 | 18:26
Staðnir að verki
Gaman væri að vita hver kippti í spottann og stoppaði söluna á Icelandic Group til Samherja afsakið Tríton. Nokkrir koma til greina svo sem Steingrímur J, menn úr Landsbankanum eða jafnvel háttsettir lífeyrissjóðsmenn. Því ekki hef ég trú á að Finnbogi og félagar taki mikið mark á fjölmiðlum eða bloggurum. Og þó það sé fagnaðarefni að Framtaks sjóðurinn ætli að taka upp opnara og gegnsærra ferli við sölu á eignum útúr Vestia þá er framkvæmdastjórinn og stjórn sjóðsins búin að glata trausti og því væri öllum fyrir bestu að skipta þeim öllum út. Þessir menn sem völdust þarna til starfa tilheyra hrunmönnum og þeir eiga ekki að gramsa í strandgóssinu
Hætta viðræðum við Triton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.