Samherji og samherjarnir

Tíðindi berast nú suður yfir heiðar af því, sem gerðist á peppfundi Samherja í menningarhúsinu Hofi í gærkvöldi. Ekki eru það fagrar lýsingar á vanstillingu forstjórans, Þorsteins Más Baldvinssonar. Þetta kemur mér ekki á óvart. Ég meira að segja spáði nákvæmlega fyrir um hvernig samfélagið fyrir norðan myndi bregðast við. Þetta gékk allt eftir. Hræðslan ber þetta samfélag uppi. Hótanir um lokanir frystihúsa eða uppsagnir sjómanna hafa alltaf verið sterkasta vopn Samherjamanna. Þorsteinn Már er enginn bústólpi, og Samherji er enginn landstólpi. Samherji er einfaldlega löngu orðinn alltof stór fyrir hið litla hagkerfi á Norðurlandi og jafnvel Íslands. En þora stjórnmálamenn að leggjast til atlögu við risann? Það efast ég um. Ég þykist sjá mörg merki um að samfylking um réttlæti í kvótakerfinu sé að riðlast. Og Ólína, sem harðast hefur barist fyrir umbótum mun komast að raun um, að óvinurinn er ekki Samherji með stórum staf, heldur hennar eigin samherjar innan stjórnarflokkanna. Mark my words

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband