2.2.2011 | 20:41
En veit hann hvaða lög gilda?
Kristján Gunnarsson, fyrrum formaður stjórnar Sparisjóðs Keflavíkur, var gestur í Kastljósinu í kvöld þar sem hann ítrekaði að hafa ekki gerst brotlegur við lög. Þá sagðist hann ekki ætla að segja starfi sínu lausu.
Þetta er nú meiri helvítis steypan sem vellur upp úr þessum voluðu mönnum. Hann las kannski aldrei skýrslu FME? En kannski er búið að tryggja að engin sakarannsókn fari fram? Eigum við sem þjóð að líða svona vinnubrögð? Ég segi nei. Þennan sparisjóð verður að gera gjaldþrota svo allt sukkið og svínaríið komið upp á yfirborðið. Öðru vísi verður engin endurreisn né sátt.
Klaufaskapur að skrifa undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:45 | Facebook
Athugasemdir
ASÍ Elítan á algerlega eftir að gera upp við hrunið. Þar og innan lífeyrissjóðakerfisins er margur maðkurinn í mysunni.
Þessi kappi sem segist ekki vera læs er búinn að vera þar eins og hani á haug gasprandi og otandi sínum spillta tota í eigin hagsmuna skyni í marga áratugi og ávallt verið dyggur fylgisveinn auðvaldsins, eins og sást á þessum gerspilltu gerningum hans.
Svo ætlar þessi hana að sitja bara áfram á sínum haug eins og ekkert hafi skeð !
Tími til kominn að álmennir félagsmenn rísi upp og láti þennan gerspillta skósvein auðvaldsins taka pokann sinn og hypja sig !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 21:38
Auðvelt er fyrir ykkur syndlausa að dæma, halda menn að allir stjórnendur vantreysti starfsfólki svo mikið að þeir þaul lesi öll skjöl sem eða drög sem fyrir þá eru lögð.
Kristján viðurkenndi mistök og lærir eflaust af bitri reynslu að treysta engum.
Hafið þið verið í þessari stöðu sem hann var í og getið því dæmt ??
Það einkennir nokkuð Íslenskt þjóðfélag að þeir sem til björgunaraðgerða gripu er í óefni var komið og reyndu að draga úr tjóninu eða hafa kjark til að koma fram og líka til að viðurkenna mistök eru hengdir af bloggurum.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 2.2.2011 kl. 21:55
Þorsteinn Valur, ertu búinn að gleyma því að þessi sjóður var búinn að vera í gjörgæslu FME í 18 mánuði áður en hann fór í þrot. Og miðað við það sem hefur verið birt úr skýrslunni þá voru ótal lög og reglur brotin. Núna bætist markaðsmisnotkun við í sambandi við sparisjóðsstjórann og son hans. Ætlarðu að segja mér að Kristján Gunnarsson hafi ekkert vitað um þetta? Taktu eftir að ég var orðvar og spurði, hvort hann hefði þekkt þau lög sem um fjármálastofnanir gilda. Það er ekkert víst. En ábyrgðin er engu minni
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.2.2011 kl. 22:08
Kristján sagðist hafa tekið að sér formennskuna eftir að bankinn var komin á hnén og fyrir það að hafa axlað ábyrgð og tekist á við vandan er honum nú refsað.
Hann hefur kjark til að koma fram og ræðir í hreinskilni um málið, en er ekki rétt að spyrja hvar aðrir stjórnarmenn eru eða hvar fráfarandi stjórnarformaður er, sá sem sat er allt fór til fjandans.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.2.2011 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.