Glitnir og Þorsteinn Már

Hvernig er það með rannsóknina á Glitni og stjórnendum hans, var ekki örugglega búið að fletta ofan af öllu svindlinu í sambandi við Stím?  Það hefur komið fram að Samherji og Kaldbakur keyptu bréf í Glitni og FL Group í gegnum Stím. Sé það rétt, er það þá ekki rakin markaðsmisnotkun?
Óskandi væri að rannsóknum fari nú að ljúka á svindlinu í bönkunum og þætti útgerðarinnar við að halda uppi fölsku hlutabréfaverði. Þá kannski skýrist hverjir hafa rétt á að rífa kjaft og setja stjórnvöldum stólinn fyrir dyrnar og hverjir ekki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur, les þig alltaf!

Aðalsteinn Agnarsson, 4.2.2011 kl. 22:11

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég hef verið að skoða tímann þegar Samherji var skráður í Kauphöllinni. Það er merkilegt rannsóknarefni fyrir margra hluta sakir. Þeir voru í samstarfi við Kaupþing sem sölutryggði bréfin og sá þeim fyrir fjármagni til að kaupa upp fjölmargar útgerðir frá Stöðvarfirði og norður um og til Skagastrandar. Guggan hafvði runnið inn í Samherja áður eða í janúar 1997, þegar Hrönn og Samherji sameinuðust. Ég blogga kannski um þessa rannsóknarvinnu mína bráðlega

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.2.2011 kl. 05:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband