Herðabreiður Karl Th.

karl_th.jpgKarl Th ætlar greinilega ekki að sitja hjá aðgerðalaus og horfa uppá Árna Pál, verða næsta formann Samfylkingarinnar fyrir slysni. Karli Th er illa við Árna Pál og hans frjálshyggju áherslur sem lítið eiga skylt við jafnaðarmanna hugsjónina.  Þetta er vitaskuld alveg rétt athugað. Það yrði enn eitt klúðrið ef Árni Páll yrði kosinn næsti formaður. Ég hef löngu lýst þeirri skoðun minni að kalla eigi Stefán Jón Hafstein til að leiða flokkinn. Enginn núverandi eða fyrrverandi forustumaður virðist fær um að taka við af Jóhönnu. Þeir sem halda að Guðmundur Árni sé þessi maður, þeir fara villu vega. Samfylkingin þarf að taka til og blása rykinu af jafnaðarstefnunni. Þar kemur Stefán Jón sterkur inn. Síðan kemur Ólína Þorvarðardóttir sterklega til greina sem varaformaður. Þótt hún sé valdaskessa eins og Ingibjörg Sólrún, þá hefur hún þó hjartað á réttum stað.  Margir bíða spenntir eftir útspili Karls Th. Hann heldur spilunum þétt að sér og þótt hann hafi kastað hundinum þá vitum við ekki hvaða mannspil hann hefur á hendi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband