6.2.2011 | 11:23
Braski lífeyrissjóðanna verður að linna.
Hið raunverulega vald í viðskiptalífinu er í gegnum fjárfestingar lífeyrissjóðanna. Hvað lífeyrissjóðirnir töpuðu miklu í hlutabréfabraski í samstarfi við stjórnendur hinna föllnu íslensku fyrirtækja hefur ekki verið upplýst. Hálfum skaða var að vísu bjargað með falli krónunnar en gjaldeyrishöftin í framhaldinu eru íþyngjandi fyrir alla og ekki síst lífeyrissjóðina. En ef gengið hækkar þá munu eignir sjóðanna á sama tíma lækka. Gengisáhættan vegna nýja icesave samningsins er líka gífurleg. Þessi áhrif gengisskráningar á eignir þjóðarinnar erlendis munu vinna gegn styrkingu krónunnar og afnámi gjaldeyrishaftanna. Við verðum því enn um sinn fangar okkar eigin litla hagkerfis og það verður þjóðin sem greiðir allar skuldirnar vegna hrunsins í gegnum ónýtan gjaldmiðil. Sú skoðun seðlabankastjóra að aðstoð AGS, sé langt í frá lokið er byggð á þessum veruleika. Þá eru bara 2 kostir í stöðunni. Við sættum okkur við óbreytta efnahagsstefnu sem felst í gjaldeyrishöftum og veikri krónu eða við borgum sem mest af erlendum skuldum og fókuserum á bættan hag almennings með sterkari krónu án gjaldeyrishafta. Og þá er ég kominn að kjarna málsins sem snýr að lífeyrissjóðunum. Þjóðin er að eldast og þetta inngreiðslukerfi sem hefur hingað til verið grundvöllur framtíðarskuldbindinga, mun verða gjaldþrota innan ekki svo langs tíma. Hvað er þá til ráða? Jú við leggjum einfaldlega kerfið niður núna strax. Fyrst það stefnir í gjaldþrot af hverju þá að keyra hér allt í klessu vísvitandi? Lausnin sem ég er með er einföld. Hið almenna lífeyrissjóðakerfi verði lagt niður og verði í framtíðinni deild í fjármálaráðuneytinu. lífeyrir verði greyddur út í gegnum Tryggingastofnun. Áfram verði mönnum gert mögulegt að safna séreignalífeyri í formi ríkisskuldabréfa hugsanlega eða með ávöxtun að eigin vali. Eignir sjóðanna erlendis verði seldar og notaðar til að greiða niður erlendar skuldir og uppgjöri vegna sölu eigna landsbankans flýtt sem kostur og icesave skuldin gerð upp. Ef þessi leið gengur eftir þá mun vera hægt að fara í alvöru vinnu varðandi gengið innan 2 ára. Hinn kosturinn sem fylgir afnámi þessa spillta lífeyriskerfis snýr að braskinu sem nú er í gangi með peningana okkar, Þegar fyrirkomulagi lífeyriskerfisins hefur verið kollvarpað og það sameinað og réttur samræmdur þá kemst aftur á heilbrigðara jafnvægi milli ríkis og atvinnulífs. Þá verða ekki lengur til smákóngar sem setja ríkisvaldinu stólinn fyrir dyrnar. Þá verða mál leyst á markaðslegum forsendum en ekki valdaforsendum. Aðkoma lífeyrissjóða að fjármögnun framkvæmda á vegum ríkisins er óheilbrigð. Við eigum ekki að einkavæða velferðina. Fréttir um hugsanlega aðkomu einhverra lífeyrissjóða að kaupum á 25% hlut Magma í HS Orku vekja skelfingu. Hvaða staða er að koma upp? Er orðið svo þrengt að ávöxtunarleiðum lífeyrissjóðanna að kaup á HS Orku sem voru úrskurðuð óhagkvæm fyrir ári síðan þegar þeim bauðst að ganga inní tilboð Magma, eru núna eini kosturinn í boði og sá slæmur? EN eru ráðamenn færir um að taka þessa ákvörðun um þjóðnýtingu lífeyrissjóðanna? Ekki að óræddu máli og ekki undir forystu Steingríms J. Það er alveg ljóst. En Steingrímur verður ekki lengi enn í stól fjármálaráðherra svo við skulum óhrædd hefja þessa umræðu strax.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.