Stefán Arnórsson í Silfrinu

  1. Ekki nóg vitað um háhitasvæðin
  2. Orkan á Reykjanesi gæti hugsanlega verið búin áður en nýtingartíma Magma lýkur
  3. Virkjun háhita verið gerð meira af kappi en forsjá
  4. Endurskoða raforkulög og falla frá samkeppni
  5. Skynsamleg nýting fer í bága við reglur ESB og skuldbindingar vegna EES, nema stjórnmálamenn  séu að misskilja reglur ESB (ekki í fyrsta skipti)
  6. Einkavæðing orkuauðlinda eru annað form nýlendustefnu
  7. Einkavæðing HS Orku og umsamið auðlindagjald ekki í almannaþágu
Eftir að hafa hlustað á þetta viðtal þá furðar maður sig enn þá meir en áður á að enn skuli vera talað á þeim nótum sem sveitastjórnarmenn í Reykjanesbæ og Norðurþingi gera. Það kemur ekki til greina að nýta jarðgufuna sem er hvorki endurnýjanleg né ótæmandi til raforkuframleiðslu fyrir álver. Þeir sem halda áfram að tala fyrir slíkum framkvæmdum stimpla sjálfa sig sem hálfvita og óhæfa til að taka ákvarðanir fyrir sín byggðarlög. Þeir bætast þá í hóp þeirra 17 málaliða sem ég bloggaði um í færslunni á undan nema í þeim tilfellum sem þeir eru nú þegar á þeim lista. t.d. Árni Sigfússon og Bergur Ágústsson. Þessa menn verða viðkomandi sveitarfélög að setja af. Það er ekki á annarra færi enda eru þeir að braska með hagsmuni sinna umbjóðenda að þeim forspurðum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband