Af hverju ekki upp á hlut eins og sjómenn

faxi.jpgLoðnuskipin mala gull fyrir eigendur sína á hverri vertíð. Þar eru sjómenn á ofurlaunum fyrir litla og þægilega vinnu. Vinna við nótina krefst ekki lengur krafta eða seiglu og sjómenn þurfa ekki lengur að landa drullunni sjálfir sem er slíkur lúxus að nú geta jafnvel mestu pjattrófur farið á loðnu.  Loðnuverksmiðjurnar sem allar eru í eigu stór útgerðanna, Granda, Samherja, Vinnslustöðvarinnar og Ísfélagsins, búa hins vegar til gull fyrir eigendur sína og þar er ekki tímt að borga sæmileg laun fyrir þá skítavinnu sem starfsmennirnir inna af höndum á vöktum og með mikiili vinnu. Fyrst sjómönnum er greiddur hlutur þá finnst mér að hið sama eigi að gilda um starfsmenn í landi og löndunargengin. Allir þessir menn eiga jafnan hlut í að búa til þau verðmæti sem úr bræðslunum koma og fráleitt að gera ráð fyrir launaskriði þótt kjör þessara manna verði leiðrétt
mbl.is Formlegum viðræðum við SA slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband