7.2.2011 | 07:23
Fiskistofa sefur á vaktinni
Fiskistofu var komið á fót með lögum nr 36, 27.mai 1992. Upprunalegur tilgangur var að hafa eftirlit með fiskveiðistjórnunarlögunum. Seinna var verkefnum fyrrum stofnana landbúnaðarráðuneytis bætt við, eða eins og segir í 1. kafla, 2.gr
2. gr. Fiskistofa skal annast framkvæmd laga um stjórn fiskveiða og eftirlit með fiskveiðum, svo sem nánar er kveðið á um í lögum um það efni. [Einnig skal Fiskistofa annast stjórnsýslu og eftirlit samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði, lögum um fiskrækt o.fl.]1) Fiskistofa skal annast söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði sjávarútvegsmála, [lax- og silungsveiði, fiskræktar, fiskeldis o.fl.]1) sem og önnur verkefni sem stofunni verða falin með lögum eða ákvörðun ráðherra.
Fiskistofa hefur lítt eða ekki sinnt því hlutverki sínu, að sjá um að lögum um fiskveiðar sé framfylgt. Afleiðingin hefur verið stórkostlegt brottkast úti á sjó,löndunarsvindl, vigtunarsvindl, tegundartilfærslur, viðskipti með kvóta og áfram er hægt að telja. En alvarlegasta svindlið tengist samt fiskmörkuðunum, bæði innlendum og erlendum og þeim reglum, sem viðgengist hafa í sambandi við löndun og vigtun. Að núna fyrst árið 2011, skuli stofnunin ætla að reyna að bæta þar úr finnst mér kosmískt. Sennilega er bara verið að reyna að breiða yfir skítinn með þessu.
Það sem þarf að gera er alvöru stjórnsýslu úttekt á þessari eftirlitsstofnun sem sefur enn á vaktinni.
![]() |
Vigtun ljúki á hafnarvog |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 07:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.