7.2.2011 | 15:26
Hlutdrægni fréttastofu RÚV
Kröfur bræðslumanna út í hött
Svona er stríðsfyrirsögn fréttastofu Eyjapeyjans Páls Magnússonar á vefnum ruv.is. Ef eitthvað er út í hött þá er það þessi fyrirsögn en ekki kröfur bræðslumanna eins og ég bloggaði um hér í gærkveldi. Þessar áróðurs framsetningar SA eru hvimleiðar og liðka ekki fyrir samningum. Og fréttastjórar þurfa að fara að ákveða hvort þeir segi fréttir hér á þessu skeri eða birti bara fréttatilkynningar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef lent í mörgum rökræðum um fyrirsagnir undir sjónvarpsfréttum, sem einar og sér gefa oft ranga mynd af efni fréttanna.
Ég hef verið í hópi hinna varfærnu, sem vilja varast að gera slíkar fyrirsagnir.
Þeir, sem hafa varið fyrirsagnirnar hafa sagt að smám saman venjist sjónvarpsáhorfendur því að draga sínar ályktanir sjálfir og sjá samhengi fyrirsagnanna við efni viðkomandi frétta.
Ómar Ragnarsson, 7.2.2011 kl. 19:29
Takk fyrir þetta Ómar. Ég styð þitt sjónarmið enda ertu meðal okkar bestu fréttamanna fyrr og síðar. Að ætlast til þess af hlustendum, að þeir greini aðalatriðin í síbylju dægurmálanna, er svona svipað og segja að menn geti vanist hávaða! Menn venjast ekki hávaða, menn missa heyrn.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.2.2011 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.