Sigmundur Ernir er pólitískt viðrini

sigmundur_ernir.jpgHöfundur þessarar bloggsíðu er ekki hrifinn af hentistefnu stjórnmálamönnum. Slíkir eru oft kallaðir viðrini. Sigmundur Ernir sótti um starf alþingismanns án nokkurra hæfileika og fékk, vegna þess hve fáir umsækjendur voru um stöðuna. Það myndi æra óstöðugan að telja upp allar þær bommertur sem þessi ágæti maður hefur gert sig sekan um síðan hann gerðist alþingismaður. Og er þá uppákoman í ræðustólnum, þegar hann vel slompaður, ákvað að taka til máls, ekki sú versta.  Miklu pínlegri eru allar þær ræður og yfirlýsingar sem hann hefur gefið á þessum 20 mánuðum í starfi. Í heildina er ekki hægt að finna rauðan þráð í þessum ræðum og yfirlýsingum. Allt eru það viðbrögð við tíðarandanum en ekki skoðanir fullburða stjórnmálamanns. Í Silfri Egils í gær þurfti Tryggvi Þór að leiðrétta ekki færri en 3 rangfærslur Sigmundar Ernis, þær gætu vel hafa verið fleiri en ég hætti að telja eftir þriðja skiptið. Síðan rifjar Óli Björn upp á síðunni sinni þann algera umsnúning sem þingmaðurinn hefur orðið uppvís að í afstöðunni til icesave án þess að blikna. 

Svona þingmenn eru náttúrulega ekki boðlegir, þeir eru hlægilegirOg sem betur fer eru þeir  bara einnota


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband