Óverðleikaþjóðfélagið Ísland 1. hluti

Þegar ég fór að velta þjóðfélagsmálum fyrir mér af alvöru blasti strax við mér sú staðreynd að  kjörnir þingmenn voru fæstir færir um að takast á við þau flóknu og sérhæfðu mál sem koma til kasta þingsins. Mér fannst það skrýtið að eitt mikilvægasta starf landsins gerði engar sérstakar hæfniskröfur til umsækjenda! Þetta gat gengið í því spillta og lokaða þjóðfélagi sem hér var allt fram til 1991. En strax og frelsið jókst í þjóðfélaginu þá sýndi það sig að alþingismenn höfðu hvorki kunnáttu né menntun til að móta hér eðlilega umgjörð miðað við breyttar forsendur. Þetta gerðu þeir sér grein fyrir og því voru hagsmunasamtökum og framkvæmdavaldinu, í vaxandi mæli afhent löggjafarvaldið og ábyrgðina á eftirlitinu, með þeim afleiðingum að hér varð þjóðfélagshrun 2008. Bankakreppan leiddi þetta þjóðfélagshrun í ljós en var ekki orsökin. Fleiri en ég hafa gert sér grein fyrir þessu einkenni þjóðfélagsins og orðið óverðleikaþjóðfélag kom upp síðasta vetur og náði strax fótfestu enda eitursnjallt og lýsir nákvæmlega því vandamáli sem ennþá er eitt mest mein þjóðarinnar. Óverðleikarnir eru alls staðar. En samt hvergi meiri en á Alþingi.  Alþingi er samsett af fólki með margvíslega menntun og reynslu en ekkert af þessu fólki býr yfir sérhæfðri þekkingu til að leiða störf í þessari mikilvægustu stofnun þjóðarinnar. Til gamans þá skoðaði ég nefndir þingsins og komst að sláandi niðurstöðu. Svona lítur úttektin á Allsherjarnefnd út.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Allsherjarnefnd


Málaflokkar
Til allsherjarnefndar er m.a. vísað málum er varða dómsmál, dómstóla, ákæruvald, lögreglu, sifjarétt, erfðarétt og kirkjumál. Þá fær nefndin til meðferðar þær umsóknir um ríkisborgararétt sem beint er til Alþingis. Á málefnasviði nefndarinnar eru t.d. skaðabótalög, lög um ættleiðingar, hjúskaparlög, lögræðislög, lög um meðferð opinberra mála, almenn hegningarlög, lög um lögmenn, vopnalög, áfengislög, lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar.

Málum vísað til allsherjarnefndar 26
Mál sem nefndin hefur til umræðu/meðferðar 19
Mál sem nefndin tekur upp eða flytur að eigin frumkvæði 0
Mál sem nefndin hefur afgreitt 7

Aðalmenn
Atli Gíslason 4, SU, Vg, varaform.
Álfheiður Ingadóttir 10, RN, Vg,
Birgir Ármannsson 11, RS, S,
Illugi Gunnarsson 3, RN, S,
Mörður Árnason 11, RN, Sf,
Róbert Marshall 8, SU, Sf, form.
Valgerður Bjarnadóttir 6, RN, Sf,
Vigdís Hauksdóttir 8, RS, F,
Þráinn Bertelsson 9, RN, Vg,

---------------------------------------------------------------------------------

Athygli vekur hve lítil afköst eru hjá þessari mikilvægu nefnd, aðeins 7 mál af 26 hafa verið afgreidd og ekkert mál hefur nefndin tekið upp af sjálfsdáðum. Þessi nefnd er lýsandi fyrir hvernig óverðleikamenn veljast á alla pósta. Af 9 nefndarmönnum tókst meirihluta Alþingis að kjósa óhæfasta manninn sem formann. Manninn með minnstu menntunina og minnstu reynsluna, bara af því hann var í rétta flokknum og það eitt skipti máli.  Og ekki vílaði þingið fyrir sér að kjósa 2 umdeilda þingmenn í þessa nefnd vorið 2009. En það voru Illugi Gunnarsson, sem hafði stöðu grunaðs manns hjá þjóðinni varðandi Sjóð 9 og Steinunn Valdís, sem lá undir ámæli fyrir að hafa veitt viðtöku háum styrkjum frá gerendum hrunsins. Óvirðing og vanhæfi er einkunnin sem ég gef Allsherjarnefnd
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------
Róbert Marshall

Stúdentspróf Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum 1993.
Stundaði fiskvinnslu, netagerð og sjómennsku 1987-1994.
Blaðamaður á Vikublaðinu, Mannlífi og Degi-Tímanum 1994-1998.
Fréttamaður á Stöð 2 1998-2005.
Forstöðumaður fréttasviðs 365 miðla 2005-2006.
Aðstoðarmaður samgönguráðherra 2007-2009.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Íslendingar þekkja Róbert Marshall af störfum hans og við eigum betra skilið
Hann er með sömu menntun og hataðasti maður landsins, Svavar Gestsson, stúdent
Atli Gíslason þarf líka að taka sig á varðandi mætingar.Hann var kosinn til að vera í vinnunni.  Ef hann getur það ekki þarf hann að víkja. Og hvað á það að þýða að hafa flokkaflakkarann Þráinn Bertelson í þessari nefnd?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband