9.2.2011 | 07:02
Gott er að eiga Ara að!
Orðið góðkunningjar hafa öðlast nýja merkingu hjá Sjónvarpi allra starfsmanna. Þar er nóg að hafa komið fæti inn fyrir gættina einu sinni til að tryggja sér og fjölskyldu sinni, störf að dagskrárgerð um aldir og ævi. Og við Íslendingar erum svo meðvirk þjóð, að við köllum þetta fólk heimilisvini. Afleiðingin er svo sú, að við sitjum uppi með sömu andlitin á skjánum ár eftir ár og þetta eru sko ekki mínir vinir. Andúðin á RÚV veldur því að manni finnst þessi stöðnun vera yfirþyrmandi og maður fyllist vanmætti. Það reisir heldur enginn spurningar við því, af hverju Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fær alltaf starf kynnis þrátt fyrir að vera bæði skræk og óðamála. Og enginn gerir athugasemdir við smeðjulegan spyril í útvarpsþættinum Návígi. Og dóttir Hemma Gunn ku vera tekin við af pabba í "Gettu betur". þetta er bara dásamlegt....... ef við værum 3000 manna þjóðfélag nota bene. En við erum 316 þúsund, svo það hlýtur að vera hægt að finna ný andlit fyrir þætti í sjónvarpinu. Og þótt Ari Trausti sé hinn vænsti maður þá eigum við fleiri vísindamenn, er það ekki?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.