8.2.2011 | 00:11
Eins og úr fornsögunum
Kona var nefnd Bryndís Ísfold. Hún var kvenna vænst og talin kvenskörungur. En lítt þótti hún bera skyn á hin hagrænu viðfangsefni þrátt fyrir góðar gáfur og 2 háskólagráður. Sannaðist enda á henni að sitt er hvað, gæfa eða gjörvuleiki . Þessari konu var falið það hlutverk af sínu fólki, að leiða þjóðina til fyrirheitna landsins með áróðri og blekkingum. En hald manna er að líkt og hjá öðrum útvöldum, sem falið hefur verið, að leiða þjóðir sína, þá mun þessi leiðangur illan endi fá...........alla vega ef efnahagslegt skynbragð Samfylkingarfólks er jafn grunnhyggið og þessi pistill Ísoldar hér
En grínlaust, þá er með ólíkindum, að lesa óábyrgar yfirlýsingar Evrópusinna í dag, varðandi orð Olli Rehn, um afnám gjaldeyrishafta þér á landi fljótlega og hugsanlega aðkomu ESB að því máli. Ísland hrundi efnahagslega og allir láta eins og það hafi ekki neinar afleiðingar. Hvers lags hálfvitar eru hér við stjórnvölinn, Hér hafa stjórnvöld búið svo um hnútana að ef gengið lækkar þá mun þjóðin verða gjaldþrota. Þökk sé hinum gífurlegu skuldum sem á okkur hvíla og bundnar eru erlendu gengi. Eina leiðin til að forðast þjóðargjaldþrot er að hér verði áfram gjaldeyrishöft og Seðlabankinn haldi áfram að kaupa gjaldeyri til að sporna við falli krónunnar. Hvort þetta tekst og hvort okkur endist örendið, kemur í ljós. En svona mun þetta verða svo lengi sem tekur að gera upp þrotabú landsbankans í það minnsta. Og það gæti hæglega tekið 10 ár. Ef þetta er rangt hjá mér þá óska ég eftir trúverðugri leið til að aflétta hér höftunum. Víst er að Seðlabankinn hefur ekki fundið þá leið ennþá og allir vita hve mikið vit Viðskiptaráðherra hefur á efnahagsmálum. I say no more
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:16 | Facebook
Athugasemdir
Ég veit ekki hvernig Bryndís er varðandi birtingar ummæla á síðu sinni, en ég fæ að afrita athugasemd mína hingað.
Mætti ég spyrja, síðuhafa jafnt sem lesendur, hafið þið lent í einhverjum óþægindum vegna hafta á millifærslum stórra fjárupphæða til og frá landinu?
Í minni atvinnugrein, sem reiðir sig á innfluttar vörur, hefur ekki borið á vandræðum né vöruskorti nema að hluta í lok árs 2008 og byrjun árs 2009 þar sem aðrar vörur urðu að hafa forgang.
Axel Þór Kolbeinsson, 8.2.2011 kl. 09:19
Axel, ESB spunaliðinu er í nöp að hér séu gjaldeyrishöft í gildi þótt það sé af neyð. Því að auðvitað á að vera búið að segja upp EES samningnum en ekki að standa í viðræðum um innlimun. Þetta fólk vill í ESB sama hverju til þarf að kosta. Undanlátssemin og þýlindið varðandi Bretum og Hollendingum er liður í því. Að hafa haft Össur sem utanríkisráðherra þessi rúm 2 ár hefur skaðað okkar hagsmuni. Slæm samskipti við Bandaríkin skrifast alfarið á reikning Össurar og Kristjáns Guy Burgess,
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.2.2011 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.