8.2.2011 | 11:30
Ekki hafa áhyggjur af okkur Guðbjartur
Það er fallegt af jafnaðarmanninum Guðbjarti Hannessyni að hafa áhyggjur af íslenskum almenningi. En það hjálpar ekki í þeirri stöðu sem alltof margir eru í eftir þær hamfarir af mannavöldum (lesist stjórnmálamanna) sem skullu á þjóðinni. Ríkisstjórnin hefur brugðist þeirri frumskyldu sinni að jafna lífskjör og tryggja atvinnu með meiri framleiðslu. Og þar á Guðbjartur Hannesson stóran hlut að máli. Í staðinn fyrir að ganga í það verk af fullum krafti að lagfæra fiskveiðistjórnunarkerfið og auka veiðar og skapa atvinnu og útflutningstekjur, þá dró Guðbjartur lappirnar með þeim afleiðingum að þjóðarbúið hefur skaðast um lágmark 100 milljarða í hreinum útflutningstekjum fyrir utan þann tekjuauka sem ríkið hefði notið af aukinni atvinnu og meiri neyslu og þar með bættum lífskjörum. Þetta ásamt því að svíkjast um að draga hér úr ónauðsynlegum ríkisútgjöldum er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Guðbjartur ætti að hafa meiri áhyggjur af öllum mistökunum sem þessi auma ríkisstjórn hefur gert sig seka um heldur en því hvernig almenningi reiðir af. Þjóðin mun lifa af þessar hörmungar sem ríkisstjórnin er að leggja hér á fólk. En óvíst er að ríkisstjórnin og stjórnmálastéttin lifi þær af. Þjóðin er hörð af sér og treystir meir á sjálfa sig en hjálp frá stjórnmálamönnum. En við gerum þá kröfu að stjórnmálamenn séu ekki beinlínis að vinna gegn hagsmunum okkar og sjálfsbjargarréttindum. Úrelt neyzluviðmið skipta okkur engu máli
Erfitt og sárt fyrir þjóðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.