Það var sagt mér.......

Nú verður gaman að fylgjast með hvernig almenningur tekur svona ábendingum. Ég er nokkuð viss um að margir munu skella skuldinni á skólakerfið. Það er viðtekin venja að gangast ekki við eigin sök hér á landi. En af hverju alltaf að varpa ábyrgðinni á börnum og uppeldi yfir á stofnanir samfélagsins? Er ekki nær að leita skýringa á því sem aflaga fer hjá foreldrunum og fjölskyldunni? Ég varð fyrst var við þessa breytingu á tungutaki unglinga í gegnum nýju þolmyndina og nýju setningagerðina svokölluðu. Þá fór ég að velta þessu fyrir mér og mín skoðun er, að skýringarnar séu nokkrar.

  1. Börn og unglingar lesa almennt minna af bókmenntum en meira af teiknimyndasögum með knöppu málfari
  2. Það er minna lesið fyrir börn
  3. Það er minna talað við börn á vitrænum nótum.
  4. Hinn nýi samskiptamáti krefst samþjappaðs og knapps orðfæris meir en nokkru sinni áður. SMS kynslóðin talar saman á símskeytaformi
  5. Enskan er að ná yfirhöndinni með aukinni netnotkun og þess vegna eru krakkar í vaxandi mæli farin að hugsa setningarnar á ensku og þýða þær síðan yfir á íslensku
  6. Börn og unglingar taka aðfinnslum vegna rangs málfars almennt illa. Telja aðfinnslur jafngilda skömmum eða þusi

mbl.is Viðtengingarháttur á miklu undanhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband