Loksins góðar fréttir!

Valtýr hættir sem ríkissaksóknari

Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, hefur ákveðið að láta af störfum 1. apríl næstkomandi eftir rúmlega þrjú ár hjá embættinu.

Valtýr sagði í samtali við fréttastofu að eftir 40 ára starfsferil væri einfaldlega nóg komið. Hann hefði gjarnan viljað ljúka þeirri uppbyggingu sem hann stefndi að hjá embættinu en ekki hefði reynst tími til þess.

 Margir hafa ugglaust beðið þessarar ákvörðunar með óþreyju. Og fleirum en Valtý, finnst löngu komið nóg. Hins vegar munu skiptar skoðanir um þessa uppbyggingu sem hann talar um. Fleiri tala reyndar um niðurrif embættisins en dveljum ekki við það á þessum gleðidegi í íslenzkri réttarsögu. Til hamingju Ísland, með fyrirvara um hæfan eftirmann sem getur létt einhverju af þeim mikla málafjölda sem er að kaffæra sérstaka saksóknarann


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband