12.2.2011 | 07:21
Össur vill en þjóðin ræður
Þótt icesave frumvarpið verði samþykkt af Alþingi í lok næstu viku þá er ekki þar með sagt að það verði nokkurn tíma að lögum. Þjóðin vill hafa með það að gera milliliðalaust og refjalaust. Óvíst er svo að þeir sem samþykktu icesave II og ætla líka að samþykkja icesave III verði nokkurn tíma kjörnir á þing aftur. Það er í raun merkilegt að við skulum enn vera að rífast um þessa ríkisábyrgð eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í fyrravetur. Ef hér væri virkt lýðræði eins og í Túnis og Egyptalandi, þá hefðum við flæmt ríkisstjórnina frá völdum í kjölfar þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Sýnum nú aftur hug okkar í verki og kjósum gegn icesave. Málið er fullrætt og við þurfum ekki að bíða boðanna
Ekki raunhæft mat Össurar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:27 | Facebook
Athugasemdir
Akkúrat...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.2.2011 kl. 08:45
Össur vonar........
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.