13.2.2011 | 07:01
"Vísindaleg" veiðiráðgjöf
Veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar er af mörgum sjómönnum, líffræðingum og öðrum fiskifræðingum talin vera röng. Á Íslandi er engin fræðileg skoðanaskipti eða gagnrýni leyfð. Þótt margoft hafi verið sýnt fram á ranga veiðiráðgjöf þá hafa stjórnvöld engu breytt varðandi þessa vísindalegu ráðgjöf. Hvernig skyldi standa á því? Þora íslenskir stjórnmálamenn ekki að gagnrýna fiskateljarana af því þeir eiga sér bandamenn hjá ICES? Eða er virkilega búið að framselja fiskveiðistjórnunina, í raun undir Alþjóðahafrannsóknarráðið? Ef það er svo, þá þarf að skýra það fyrir þjóðinni, hvers vegna það var gert og hver ber ábyrgð á því. Í samfélagi þjóða er mikilvægt að virða alþjóðlega samninga og skuldbindingar og einmitt þess vegna þurfa að gilda um það strangar reglur hvaða heimildir stjórnvöld hafa til að skuldbinda þjóðina. Brýnasta hagsmunamál okkar sem þjóðar er nýtingin á fiskstofnunum. Núverandi kerfi gengur ekki upp og því þarf að bylta í sátt við alla. Sérstaklega útgerðamenn. Fyrsta skrefið til sátta væri að Hafrannsóknarstofnun viðurkenndi að hugsanlega hafi þeim skjátlast í grundvallaratriðum og það megi alveg endurskoða aðferðafræði þeirra.
Menn hafa bent á Barentshafið og þá reynslu sem hefur fengist þar af auknum veiðum í trássi við veiðiráðgjöf ICES. Af hverju ekki að fara eftir reynslu annarra þegar hún hefur sannað gildi sitt?
Flokkur: Sjávarútvegsmál | Breytt 16.2.2011 kl. 16:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.