Margar spurningar - færri svör

Hvaða hagsmunir eru æðri hagsmunum þjóðarinnar? Af hverju eru alþingismenn tilbúnir að skuldsetja þjóðina um milljarða að ástæðulausu?  Og af hverju þarf að ná sáttum við ræningja? Af hverju er fáeinum fjölskyldum leyft að braska með óveiddan fisk í sjó? Og af hverju eru menn að tala um sættir? Hvað ræður afstöðu þingmanna? Eru það þeir sem mest borga til stjórnmálaflokka sem mestu ráða? Hvers vegna hefur enginn stjórnmálaflokkur sem nú situr á þingi sett fram tillögur að afnámi kvótakerfisins?  Hafa menn ekki skoðun á því eða er búið að múta mönnum?

Það verður engin sátt á meðan hagsmunaaðilar ráða sáttinni. Þótt þeir fjármagni flokkana að stærstu leyti.  Alþingismenn verða að axla sína ábyrgð og breyta hér um fiskveiðistjórnarkerfi. Það eru öll rök sem mæla með því.  En hugmyndum um auðlindagjald í sjávarútvegi ber að hafna. Sú umræða hefur afvegaleitt þjóðina og skipt henni í þessar fylkingar sem engu fær þokað. Þjóðhagslegur ávinningur af meira frelsi og meiri afla og meiri vinnu er langtum stærri en einhverjir milljarðar sem stjórnmálamenn fá að útdeila.  Auðlindasjóður undir stjórn pólitíkusa er ávísun á áframhaldandi og enn meiri spillingu.  Varðandi rentu af öðrum auðlindum þá ber að festa í lögum hvernig með skuli farið. Til dæmis að byggja hér upp innviði þjóðfélagsins. Vegi og jarðgöng. Ef við náum þeim áfanga að skipta út jarðefnaeldsneyti á bílaflotanum þá verður ekki lengur hægt að fjármagna vegaframkvæmdir með sköttum. Hvað væri þá betra en hafa fastan tekjustofn í formi auðlindaskatts til að standa straum af þeim framkvæmdum? Tekjustofn sem pólitíkusar gætu ekki ráðstafað að eigin vild. Arðrán þriðja heimsins felst einmitt í því að auðhringar múta stjórnmálamönnum sem nota féð ekki í þágu þjóðanna sem arðrændar eru. Sama er uppi hér. Álfyrirtæki græða óhemju á ódýru rafmagni en engu er varið til uppbyggingar innanlands af þeim gjöldum sem þessi fyrirtæki borga. Það hverfur allt í hítina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband