Vér reisum því níðstöng

Að tryggja hér sjálfstæði er sérstakur vandi
þann sannleika skilur hver þjóðhollur þegn.
Níðstöng því reisum og rekum úr landi
það ræningjahyski, sem vinnur oss gegn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Það er nítjándu aldar blær yfir þessu. Flott. Vottur af ofstuðlun samt (þjóðhollur þegn).

Sæmundur Bjarnason, 13.2.2011 kl. 11:29

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk Sæmundur, en hvar er vísan þín?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.2.2011 kl. 11:55

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég á erfitt með að yrkja svona eftir pöntun. Annars finnst mér áhuginn ekki mikill fyrir vísnagerð ef dæma á eftir fjölda athugasemda hér. Ég meina það alveg að mér finnst þessi vísa verulega góð. Við þurfum sennilega að gera eitthvað meira til að fólk láti í sér heyra. Ég held að margir hafi mikinn áhuga á vísnagerð og kannski væri sérstakt vefsetur rétta lausnin. Svo væri hugsanlega hægt að ná til fólks með fésbókinni. Allir (eða næstum allir) virðast hafa áhuga á henni. Kannski vantar bara einhvern til að koma hlutunum af stað.

Sæmundur Bjarnason, 13.2.2011 kl. 20:59

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sammála Sæmundur, það er einhver ritstífla í hagyrðingunum okkar. Það þarf einhver að taka af skarið og setja upp réttu umgjörðina.  Að setja saman vísur er bara íþrótt sem krefst þrotlausra æfinga. Og þótt sumir séu náttúrulega betri en aðrir þá er engin ástæða til að láta það halda aftur af sér.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.2.2011 kl. 00:00

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Að yrkja góða vísu er eins og að grafa eftir gulli. Þú þarft að moka heilmiklum leir og drullu áður en gullið kemur í ljós

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.2.2011 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband