13.2.2011 | 14:49
Það sem Jóhanna saknaði.......
Viðtal Egils Helgasonar við Ólaf Ragnar Grímsson í Silfrinu í dag var frábært. Ólafur var laus við þá tilgerð sem alltof of oft einkennir hans málfar og þótt hann væri í viðtali við Egil, þá var hann að tala við þjóðina. Og þótt Ólafur sé bráðum búinn að vera 16 ár í embætti þá held ég að eftir þetta viðtal detti engum í hug að skipta honum út. (nema kannski Gísla Baldvinssyni) Þetta viðtal sýndi líka svo átakanlega hvað Jóhönnu Sigurðardóttir skortir til að vera þjóðarleiðtogi. Og það er þetta sem kallast charisma eða persónutöfrar. Sá sem hefur yfir að ráða persónutöfrum lætur fólki líka vel við sig alveg án tillits til stjórnmálaskoðana eða persónulegra skoðana og fær fólk með sér. Fólk vill ekki endilega foringja sem er á sömu skoðun. Fólk vill foringja sem sannfærir aðra um að hann viti hvað hann er að gera og hann njóti virðingar og hann sé réttsýnn og heiðarlegur. Fólk finnur ekki þessa mannkosti hjá núverandi forsætisráðherra. Ef hún hefur þá þá hefur henni tekist að leyna þeim. Hún þvert á móti virkar óörugg og ekki með á nótunum og þegar hún þarf að stíga fram og sýna fordæmi þá bregst hennar dómgreind æ ofan í æ. Eins og gerðist í atkvæðagreiðslunni um ákærurnar fyrir landsdómi og núna í sambandi við ráðherrana sína. Sennilega er Jóhanna bara enn í skápnum. Og forsætisráðherra sem felur sig þannig fyrir þjóð sinni og forðast að eiga samræður við hana eins og tilfellið er með Jóhönnu, er ekki á réttri hillu. Ólafur Ragnar talaði um að stjórnsýslan hefði staðist hrunið. Það má vera en það er ekki stjórnmálamönnum eða embættismönnum að þakka. Það er bara langlundargeði og stillingu þjóðarinnar að þakka og því hve mótmælendur hafa passað uppá og virt réttarríkið og þær reglur sem við viljum að hér gildi. Ríkisstjórnin og dómsstólarnir hafa hinsvegar ráðist að þessum sömu grundvallar reglum án ábyrgðar og ekki hugsað út í afleiðingar slíkra gjörða. Hæstiréttur sem dæmir gegn réttlætisvitund þjóðar í annarlegum pólitískum tilgangi er að grafa undan réttarríkinu. Og ráðherrar sem telja sig hafna yfir lög eru líka að grafa undan réttarríkinu. Þessu sama réttarríki og telur sér sæma að draga 9 ungmenni fyrir dóm og ákæra fyrir brot sem geta varðað margra ára fangelsi. Forsætisráðherra sem lætur slíkt gerast á sinni vakt er ekki bara vanhæf, hún er algjörlega óhæf
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:55 | Facebook
Athugasemdir
Hún hugsar kanski bara um vín og villtar meyjar.
Aðalsteinn Agnarsson, 13.2.2011 kl. 17:06
Nýumenningarnir hefðu átt að hafa meyra fyrir því að koma henni að, sjaldan lofar kálfurinn ofeldið!!!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 13.2.2011 kl. 17:43
Takk fyrir þessar athugasemdir drengir
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.2.2011 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.