Fyrst Svandís, nú Mörður

mor_ur.jpgÞetta lopapeysulið í 101 er ótrúlegt. Það skilur ekki hagkerfi landsins eða gangvirki samfélagsins. Allt skal gert eftir forskrift sósialismans þar sem ríkið drottnar yfir örlögum landsmanna. Hinn ólöglegi úrskurður Svandísar að staðfesta ekki skipulag Flóahrepps var inngrip í líf íbúanna á hátt sem ekkert annað sveitarfélag hafði áður þurft að þola.  Svandísi var í lófa lagið að hafna virkjuninni en hún kaus að setja allt á ís með því að staðfesta ekki sjálft skipulagið. Það var gróf aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélagsins og frelsi íbúanna til athafna enda úrskurðaði Hæstiréttur ákvörðunina ólöglega.

Landsvirkjun braut ekki lög og sveitastjórnin braut ekki lög. Það var Svandís sem braut lög.  Og svo vogar Mörður sér að taka til varna!  þetta lið hefur no shame. 

Skoðum nú glæp Landsvirkjunar að mati Marðar. Í fyrsta lagi þá er ákvörðunarrétturinn um leyfi til framkvæmda í hendi sveitarfélagsins. Skipulag er allt annað.  Landsvirkjun er í eigu okkar allra og hún ein hefur hingað til haft bolmagn til að virkja þær vatnsaflsvirkjanir sem hér hefur verið ráðist í. Að tala um fyrirgreiðslu eins og mútur er alvarlegt mál af varaþingmanninum Merði Árnasyni sem tók við af þingmanni sem sannanlega hafði gerst sek um að þiggja mútur.  

Fyrirgreiðsla Landsvirkjunar í formi vegabóta, vatnsveituframkvæmda og GSM sambands er fyrirgreiðsla sem fellur mjög að mínum hugmyndum um hvernig greitt skuli fyrir auðlindaaðgang. Sérstaklega þegar haft er í huga að landeigendur einir fá núna bætur vegna vatnsréttinda. Í raun finnst mér að það ætti að skylda alla sem fá leyfi til að nýta sameiginlegar náttúruauðlindir, að borga fyrir einmitt svona uppbyggingu í því nærsamfélagi sem framkvæmdir ná til en ekki aðeins til þeirra sem eru svo heppnir að eiga landið sem nýtingin nær til. Tökum sem dæmi vatnstöppunar verksmiðjurnar sem skila engum áþreifanlegum arði til íbúanna. Eina sem þær greiða er skattar og skyldur sem fara beint í hítina.  Og ímyndum okkur hvort ekki hefði verið akkur fyrir íbúa Austurlands ef Landsvirkjun hefði verið látin kosta vegabætur og jarðgangnagerð á Austurlandi í stað þess að greiða milljarða til landeigenda sem ekkert hafa til unnið og hafa ekki fórnað neinu í þágu virkjunarinnar.  Eins má nefna gerð hafnarmannvirkja sem eðlilegt er að þeir sem njóta ábatans af náttúruauðlindum greiði fyrir.  Alcoa greiddi úr eigin vasa fyrir gerð stórskipahafnar á Reyðarfirði. Alcan á höfnina  í Straumsvík og Alusuisse eða þetta kísilfyrirtæki sem til stendur að reisa í Helguvík eiga að sjálfsögðu að kosta gerð hafnarinnar þar. En ætli lopapeysuliðið myndi ekki kalla það mútur líka? Stjórnmálastéttin veit allt um mútur og hvernig þær eru notaðar til að kaupa sér velvildTounge

Framkvæmdir eru undirstaða betri lífskjara. Gefum kyrrstöðuöflunum frí.


mbl.is Harmar ásökun um lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú segir að framkvæmdir séu undirstaða betri lífskjara.  Getur þú sagt mér að hvaða leiti lífskjör á austurlandi bötnuðu við allar þær framkvæmdir sem þar voru? Og þá er ég að tala um til lengri tíma litið.

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 23:20

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Bjarki, ég spyr á móti, veizt þú hvernig ástandið væri nú á Austurlandi ef ekki hefði verið ráðist í þessar framkvæmdir? Staðreyndin er að Austurland hefur haldið sínum hlut í stað áframhaldandi hnignunar. En taktu eftir, ég er ekki að leggja blessun yfir ráðstöfun orkunnar úr Kárahnjúkavirkjun þótt ég sé sammála þeirri ákvörðun að virkja

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.2.2011 kl. 23:41

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og svo þarftu líka að átta þig á að núna er Austurland miklu betur í stakk búið til að vaxa enn frekar. Það er búið að virkja, það er búið að stinga í samband, það er búið að bæta samgöngur á lofti ,sjó og á landi og það er búið að byggja húsnæði, þjónustustofnanir og bæta infrastrúktúrinn.  Nú vantar bara fólk og fyrirtæki og fleiri tækifæri í sjávarútvegi og iðnaði þá mun þetta byggðalag blómstra því hvergi er meiri veðursæld en einmitt á Austfjörðum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.2.2011 kl. 23:54

4 identicon

Ef austurland er betur í stakk búið til að takast á við vandan af hverju fækkar fólki stöðugt á svæðinu?  Það þarf nefnilega eitthvað annað en verksmiðjuvinnu til að fólk vilji búa á viðkomandi svæði.  Og hvernig voru samgöngur í lofti bættar?  Varðandi Kárahnjúka þá dró sú framkvæmd úr möguleikum svæðisins ef eitthvað er.  Þarna voru eyðilögð ansi stór tækifæri í ferðaþjónustu.  Og ein af orsökum "uppgangsins" vegna framkvæmdana eru tómar blokkir á t.d. Egilstöðum, það er varla til framdráttar fyrir samfélagið?

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband