14.2.2011 | 07:33
Eru Pólverjar á bak við kaupin á Eyrarodda?
Lotna er pólskt nafn. Á IMDB er hægt að lesa þetta: "Poland, during the World War. Lotna is a magnificent specimen of Arabian horse, the pride of her owner, too old to actually ride her but to whom she remains faithful nevertheless. The Polish cavalry army is also proud of their land, and loyal to rules, and custom. The German army is leading an overwhelming speed attack with tanks, an almost unheard of weapon, and bringing a way of life to an end. It's the last battle between Lotna (speed horse) and Blitzkriega (speed war)."
Nú er það mín skoðun að allar þessar útlensku nafngiftir á fyrirtækjum hér á landi hafi löngu tekið út yfir allan þjófabálk. Við gerum kröfu um íslensk mannanöfn sem er gott og blessað en við leyfum alls konar orðskrípi í verslun og viðskiptum. Ég hef alveg skilning á að fyrirtækjum, sem starfa á erlendum mörkuðum henti betur að heita erlendum nöfnum, en fiskvinnslufyrirtæki á Álftanesi? Eins fara óskaplega í taugarnar á mér nöfnin á öllum þessum tuskubúðum sem auglýsa hvað mest. Og krakkarnir tala ekki um verslunarmiðstöðvar heldur moll. Er ekki rétt að staldra við og móta einhverjar reglur? Bönn og boð hugnast mér ekki en einhverjar reglur verðum við að hafa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:25 | Facebook
Athugasemdir
http://www.sax.is/?gluggi=utgerd&id=3836
Enginn kvóti?
Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.