Leyndarhyggja Steingríms Jóhanns

Þetta er endurbirt færsla frá því um helgina
----------------------------------------

Leyndarhyggja Steingríms J. eitrar hér allt.  Öll umræða einkennist af getgátum og dylgjum eða fullyrðingum sem ekki er hægt að bera til baka vegna leyndarhyggjunnar. Ein er sú spurning sem margir spyrja og varðar slitastjórn gamla Landsbankans. Hvers vegna er það látið viðgangast að uppgjör til icesave kröfuhafanna skuli þurfa að dragast í mörg ár? Af hverju er ekki hægt að drífa í að gera upp þessar kröfur?  Ef við horfum til Glitnis og Kaupþings, þá er því uppgjöri löngu lokið.  Eina skýringin á þessum drætti hlýtur að vera fólgið í ákvæðum skuldabréfsins sem Nýi bankinn gaf út til skilanefndar gamla bankans vegna þeirra eigna sem fluttar voru yfir.  Mér vitanlega hefur enginn fengið að sjá þetta skuldabréf en mín kenning er sú að það muni taka slitastjórn gamla bankans nákvæmlega jafn langan tíma að ljúka skiptum og það tekur Nýa Landsbankann að greiða upp þetta skuldabréf. 10 - 15 ár þess vegna. Og á meðan mun krafan vegna icesave, safna vöxtum og verða óbærileg. Ef þessi kenning er rétt, þá þarf að breyta skilmálum þessa skuldabréfs strax. Jafn vel þótt það hafi í för með sér gjaldþrot Nýja Landsbankans. Icesave krafan er upp á rúma 400 milljarða en skuldabréfið bara upp á 280. Hvorir hagsmunirnir vega meira er augljóst  Að neita kjörnum alþingismönnum um upplýsingar varðandi þessi mál kemur í veg fyrir að þingið geti afgreitt icesave frumvarpið. Það hljóta allir að sjá. 

Opin og gegnsæ stjórnsýsla tryggir að bestu ákvarðanir séu alltaf teknar.  Þetta skilja ekki Steingrímur og Jóhanna, illu heilli



mbl.is Rætt í nefndum Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nýji Landsbankinn verður gjaldþrota ef skuldabréfinu verður ekki breytt. En þá snarversnar líka kostnaðaráætlun IceSave samninganna, þess vegna skal hafna þeim.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.2.2011 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband